Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

28

25.11.2019

Þing Golfsambands Íslands - Ný stjórn

Þing Golfsambands Íslands - Ný stjórnÞing Golfsamband Íslands fór fram í Laugardalshöll 22. - 23. nóvember sl. Kosið var í stjórn GSÍ. Alls voru 11 einstaklingar sem gáfu kost á sér í stjórnina og 10 þeirra voru kjörnir. Haukur Örn Birgisson var einn í framboði í forsetaembættið og var hann því sjálfkjörinn. Alls voru 143 atkvæði greidd á golfþinginu í stjórnarkjörinu og voru 141 þeirra gild. Atkvæðin komu frá 39 golfklúbbum af alls 63. Þrír sem kjörnir voru í stjórn GSÍ fengu fullt hús atkvæða í kosningunni, eða 141 atkvæði.
Nánar ...
24.11.2019

Stjörnuflokkur á keppnum DSÍ

Stjörnuflokkur á keppnum DSÍÁ stjórnarfundi Dansíþróttasamband Íslands (DSÍ) þann 23. október sl. var ákveðið að bjóða fólki með fötlun velkomið í keppnir á vegum sambandsins. Búinn var til sérstakur keppnis/sýningar flokkur sem nefnist stjörnuflokkur þar sem fólk með fötlun getur komið og sýnt afraksturs dansæfinga sinna og fengið verðlaun fyrir. Eins er alltaf leyfilegt að keppa eða sýna í öðrum flokkum dansíþróttarinnar. Til þess að skrá sig á dansmót á vegum Dansíþróttasambands Íslands þurfa iðkendur að vera skráðir hjá dansíþróttafélögum.
Nánar ...
21.11.2019

Dagur í lífi Ágústu Eddu í dag

Dagur í lífi Ágústu Eddu í dagÍ dag ætlar Ágústa Edda Björnsdóttir, hjólreiðakona og margfaldur meistari í greininni, að leyfa fólkinu í landinu að fá innsýn í sitt líf. Ágústa Edda mun taka yfir Instagram síðu ÍSÍ @isiiceland og taka upp sinn dag á Instagram Story.
Nánar ...
20.11.2019

Opinn kynningarfundur Special Olympics

Opinn kynningarfundur Special OlympicsMánudaginn 25. nóvember nk. fer fram opinn kynningarfundur á vegum Special Olympics á Íslandi á þeim tækifærum sem hafa skapast í gegnum verkefni Special Olympics. Verkefnin „Unified sport“ og „Unified schools“ byggja á blöndun og samfélagi án aðgreiningar. Fundurinn fer fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal á 3. hæð kl.17:00.
Nánar ...
20.11.2019

Jafnt kynjahlutfall á Vetrarólympíuleikum ungmenna

Jafnt kynjahlutfall á Vetrarólympíuleikum ungmennaÍ dag eru 50 dagar þar til þriðju Vetrarólympíuleikar ungmenna (YOWG) verða settir í Lausanne í Sviss. Leikarnir standa yfir frá 9. - 22. janúar 2020. Keppnisdagskráin er klár, en á þeim 13 dögum sem keppnin fer fram eru 81 viðburður á dagskrá og er um að ræða átta keppnisstaði. 1880 íþróttamenn munu taka þátt og kynjahlutfall er jafnt. 940 konur og 940 karlar, munu etja kappi á leikunum. Verða þetta fyrstu vetrarleikarnir á vegum Alþjóðaólympíunefndarinnar með jafnt kynjahlutfall keppenda.
Nánar ...
19.11.2019

Dagur í lífi hjólreiðameistarans Ágústu Eddu

Dagur í lífi hjólreiðameistarans Ágústu EdduÁgústa Edda Björnsdóttir, hjólreiðakona og margfaldur meistari í greininni, ætlar að leyfa fólkinu í landinu að fá innsýn í sitt líf nk. föstudag, 22. nóvember. Ágústa Edda mun taka yfir Instagram síðu ÍSÍ @isiiceland og taka upp sinn dag á Instagram Story.
Nánar ...
19.11.2019

Lukkudýr Vetrarólympíuleika 2022

Lukkudýr Vetrarólympíuleika 2022Nýlega tilkynnti skipulagsnefnd fyrir Vetrarólympíuleikana í Peking í Kína, sem fara fram í febrúar 2022, hvert lukkudýr leikanna er. Pandan Bing Dwen mun hvetja íþróttafólkið áfram á meðan á leikunum stendur. Bing þýðir Ís en merkir einnig hreinleika og styrk, orðið Dwen þýðir börn. Pandan er spendýr sem tilheyrir ætt bjarndýra og á heimkynni sín í Kína. Tegundin er auðþekkt á stórum svörtum skellum í kringum augun, yfir eyrum og um miðjan líkamann. Pandabjörninn nærist nær eingöngu á bambus, en étur líka hunang, egg, fisk, appelsínur og banana. Pandabjörninn lifði eitt sinn á láglendinu í Kína en maðurinn hefur, með landbúnaði, eyðileggingu skóglendis og stækkandi byggð, þvingað hann upp í fjöllin. Nú lifir pandabjörninn í fjalllendi og er í útrýmingarhættu af mannavöldum. Talið er að á bilinu 1.500-3.000 pöndur lifi í náttúrunni. Pandan er þekkt sem þjóðargersemi Kína og elskuð af fólki hvaðanæva úr heiminum, þá sérstaklega ungu fólki. Með því að velja pönduna sem lukkudýr Vetrarólympíuleikanna 2022 skapast vonandi umræða um stöðu pöndunnar í heiminum í dag. Við sama tækifæri var einnig tilkynnt hvert lukkudýr Paralympics (Ólympíumót fatlaðra) er. Shuey Rhon Rhon er lukkudýr Paralympics en það er lukt sem býður vini frá öllum heiminum velkomna. Nafnið merkir hlýju, vináttu, hugrekki og þrautseigju.
Nánar ...
14.11.2019

Þorsteinn tekur við sem framkvæmdastjóri UMSE

Þorsteinn tekur við sem framkvæmdastjóri UMSEÞorsteinn Marinósson tekur á morgun við stöðu framkvæmdastjóra Ungmennasambands Eyjafjarðar (UMSE). Ásdís Sigurðardóttir hefur fengið tímabundið leyfi frá störfum. Steini, eins og hann er kallaður, er starfssemi sambandsins vel kunnugur, en hann starfaði sem framkvæmdastjóri UMSE frá árinu 2006 til ársins 2017.
Nánar ...
14.11.2019

Ný Íþróttamiðstöð Fram í Úlfarsárdal

Ný Íþróttamiðstöð Fram í ÚlfarsárdalFyrsta skóflustunga að nýrri íþróttamiðstöð í Úlfarsárdal var tekin þann 12. nóvember sl. Borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson, og ungir iðkendur í Fram sáu um skóflustunguna. Framkvæmdir hefjast nú strax og verklok eru áætluð árið 2022. Fjölnota íþróttahús, áhorfendastúka fyrir aðalleikvang í knattspyrnu, minni íþróttasalir, félags- og þjónustuaðstaða fyrir starfsfólk, þjálfara og félagsmenn, búningsrými ásamt samkomusal og fundaraðstöðu eru hlutar af íþróttamiðstöðinni. Hún verður 7.3000 fermetrar á þremur hæðum með aðalinngang við sameiginlegt hverfistorg við Úlfarsbraut. Íþróttaaðstaðan nýja verður nýtt af skólum í hverfinu.
Nánar ...
14.11.2019

Norðurlandamót ungmenna í keilu

Norðurlandamót ungmenna í keiluKeilusamband Íslands heldur þessa dagana Norðurlandamót ungmenna U23 í Keiluhöllinni Egilshöll. Til leiks eru mættir Finnar, Norðmenn og Svíar auk Íslendinganna. Mótið, sem er haldið annað hvert ár, er samstarfsverkefni Íslands, Finnland, Noregs og Svíþjóðar og skiptast löndin á að halda keppnina. Mótið stendur fram á laugardag og er keppt í ýmsum flokkum bæði pilta og stúlkna. Umrædd lönd eru sammála um að þessi viðburður sé einn sá mikilvægasti í starfsemi landanna því hann eflir tengsl þjóðanna og þarna fá ungmennin kjörið tækifæri til að kynnast öðrum keilurum frá nágrannalöndum og byggja upp vinatengsl sem hæglega geta varið í áratugi.
Nánar ...