Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
21

Ísland á iði

Verkefnið Ísland á iði er fræðslu- og hvatningarverkefni á landsvísu sem ætlað er almenningi á öllum aldri. 

Hér má sjá Facebook-síðu Ísland á iði. Þar má finna hugmyndir að fjölbreyttri hreyfingu, ýmsan fróðleik, myndir, myndbönd og fleira skemmtilegt. Það er svo margt sem við getum gert sjálf og mikilvægt er að huga að líkama og sál, alla daga. Eins og vitað er sýna rannsóknir ótvírætt fram á mikilvægi hreyfingar fyrir líkamlegt og andlegt heilbrigði. Almenningsíþróttasvið ÍSÍ mun í gegnum þetta verkefni vera mikilvægur hlekkur í heilbrigðismálum þjóðarinnar og hvetur landsmenn á öllum aldri til að huga að sinni daglegu hreyfingu af krafti.

Endilega merkið myndir og myndbönd #islandaidi #isiiceland.

Embætti landlæknis

Embætti landlæknis hefur látið gera kennslumyndbönd sem leiðbeina um rétta framkvæmd styrktar- og teygjuæfinga fyrir helstu vöðvahópa líkamans. Um er að ræða 10 styrktaræfingar og 10 teygjuæfingar fyrir samsvarandi vöðvahópa ásamt inngangsmyndbandi. Þetta eru æfingar sem flestir ættu að geta gert, hvar og hvenær sem er án mikils aukabúnaðar eða kostnaðar.

Mælt er með að hver styrktaræfing sé gerð 1 x 12 endurtekningar í senn til að byrja með, mest annan hvern dag. Hverri styrktaræfingu fylgir einnig teygjuæfing fyrir samsvarandi vöðva. Teygjuæfingarnar má gera daglega.

Hér á vefsíðu Embættis landlæknis má sjá fleiri myndbönd

Blaksamband Íslands

Dansíþróttasamband Íslands (DSÍ)

 

Foreldraráðin

Félagsmálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið og Embætti landlæknis hafa tekið höndum saman við útgáfu góðra ráða til foreldra á tímum COVID-19 faraldursins. Foreldraráðin eru meðal annars unnin í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) og UNICEF.


Meðfylgjandi eru hlekkir þar sem hægt er að nálgast ráðin á íslensku sem og fjölda erlendra tungumála.

Ráð til foreldra á íslensku
Sömu ráð á yfir 35 tungumálum

Golfsamband Íslands

Golfkennsluefni – góð ráð frá Ragnhildi Sigurðardóttur

Fleiri myndbönd má sjá hér.

Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) 

HSÍ er með átakið #æfumheima í gangi og snýst átakið um að fá iðkendur til að æfa heima. Þjálfarar í verkefninu eru frá A landsliðum karla og kvenna og birtast æfingar daglega á samfélagsmiðlum HSÍ. Æfingarnar eru mismunandi frá degi til dags.

Fleiri æfingar má sjá á youtube-síðu HSÍ hér.

Instagram-síða HSÍ

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) 

ÍSÍ er með átakið #verumhraust í gangi og snýst átakið um að hvetja landsmenn til þess að stunda daglega hreyfingu. 

Það er fullt af tækifærum til þess að hreyfa sig. ÍSÍ hvetur landsmenn til að sýna frumkvæði og sköpunargleði við að efla líkamlega og andlega heilsu sína. Hreyfingu má stunda á hinum ýmsu stöðum og í margvíslegri mynd, utan dyra og innan, að viðhöfðum ítrustu sóttvörnum.

Verum hraust – og deilum myndrænni hvatningu undir #verumhraust á samfélagsmiðlum, svo allir hinir taki líka við sér.

ÍSÍ á Facebook

Styrktaræfingar


Hreyfidagatal

Hreyfidagatal (enska)

Íþróttasamband fatlaðra (ÍF)

Hreyfiáskoranir ÍF má sjá á Instagram síðu ÍF hér.

Júdósamband Íslands (JSÍ)

Karatesamband Íslands (KAÍ)

Klefinn.is

 

Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) 

KSÍ fór í gang með verkefni sem kallast „Áfram Ísland!“ og gengur út á að hvetja þjóðina og iðkendur til dáða, til að halda áfram að æfa daglega (með eða án bolta), þrátt fyrir þær takmarkanir sem eru tilkomnar vegna samkomubanns í tengslum við heimsfaraldur COVID-19.

Í Áfram Ísland! eru birt tvenns konar myndbönd á samfélagsmiðlum KSÍ. Annars vegar myndbönd úr Tækniskóla KSÍ með einföldum æfingum sem krakkar geta gert utan skipulagðra æfinga hjá sínum félögum - ein og sér eða með vinum sínum og vinkonum. Hins vegar myndbönd með hvatningu frá landsliðsfólki til iðkenda um að halda áfram að hreyfa sig og æfa með reglulegum hætti, og til að viðhalda öllu því sem til þarf og vera tilbúin í slaginn þegar æfingar og keppni hefjast að nýju.

Myndböndin eru birt daglega á Instagram og Facebook síðum KSÍ, en einnig er hægt að finna þau öll á Youtube-síðu KSÍ.

Knattþrautir - Knattspyrnuæfingar

Körfuknattleikssamband Íslands (KKÍ)

Driplið er tækniþjálfun sem er ætlað krökkum á aldrinum 9-11 ára. Driplinu er ætlað að auka tæknilega færni barna og auka áhuga á tækniæfingum.
 
 
 
Einnig eru íþróttafélög að deila heimaæfingum, m.a. ÍR, en myndböndin má sjá hér fyrir neðan.

Landssamband hestamanna 

Litabók

Skautasamband Íslands (ÍSS)

Menntamálastofnun

Leikgleði - 50 leikir

 

 

 

 

Ýmis hreyfing


 

 

 

Hreyfispilið

Hreyfibingó - Almennar æfingar fyrir fjölskylduna

 

 Aukin hreyfing í daglegu lífi

Vegna tæknivæðingar og þjóðfélagsbreytinga síðustu áratuga er hreyfing ekki lengur jafn ómeðvitaður hluti af daglegu lífi margra eins og var. Hreyfing er eitthvað sem fólk þarf að vera sérstaklega meðvitað um og þar með gera ráð fyrir í dagsskipulaginu. Það þarf að taka ákvörðun um að hreyfa sig og það sem reynist oft erfiðara, að framfylgja ákvörðuninni.

Í stuttu máli benda rannsóknir til að öll skynsamleg hreyfing sé betri en engin hreyfing. 

Hjólreiðar, góð leið til heilsubótar

Hlaup, góð leið til heilsubótar

Sund, góð leið til heilsubótar

Kraftganga, góð leið til heilsubótar

Stafganga, góð leið til heilsubótar

 

Almennar hreyfiráðleggingar:

  • Fullorðnir hreyfi sig með miðlungsákefð eða mikilli ákefð í minnst 30 mínútur daglega.
  • Börn og unglingar hreyfi sig með miðlungsákefð eða mikilli ákefð í minnst 60 mínútur daglega.

Miðlungsákefð er t.d. rösk ganga, garðvinna, heimilisþrif, sund og hjólreiðar, leikfimi.
Mikil ákefð er t.d. fjallganga, skokk, hlaup, flestar íþróttir stundaðar með árangur í huga.