Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
19

Ábyrgð í félagsstarfi

Við vekjum athygli á ritinu Ábyrgð aðila sem standa fyrir félags- og tómstundastarfi fyrir börn og unglinga sem mennta- og menningarmálaráðuneytið gaf út fyrst árið 2012, síðan 2016 og endurskoðaða útgáfu 2017.

Í ritinu er gerð grein fyrir þeim lagaramma sem við á í félags- og tómstundastarfi fyrir börn og ungmenni á Íslandi og þeim aðgæslu- og eftirlitsskyldum sem hvíla á þeim sem hafa umsjón með börnum. 

Í ritinu kemur einnig fram hverjir teljast starfsmenn í félags- og tómstundastarfi og hlutverki foreldra lýst í því sambandi. Einnig er talað um möguleika á tryggingum, frítímaslysatryggingum, sem foreldrar taka fyrir börn sín (hluti af fjölskyldutryggingu), ábyrgðartryggingu þeirra sem standa fyrir félags- og tómstundastarfi, frítímaslysatryggingu barna sem sveitarfélögin eru með og fjölskyldutryggingu foreldra en í þeim felst ábyrgðartrygging.

Ritið er gefið út af mennta- og menningarmálaráðuneytinu og höfundur þess er Ragnhildur Helgadóttir lagaprófessor í HR.