Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.11.2024 - 12.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
13

Heidursholl_Albert.jpg (216808 bytes)

Albert Sigurður Guðmundsson

Albert Sigurður Guðmundsson, brautryðjandi í knattspyrnu, var útnefndur í Heiðurshöll ÍSÍ á 71. íþróttaþingi ÍSÍ árið 2013. Hann er fyrsti knattspyrnumaðurinn sem hlýtur þessa viðurkenningu. 

Albert Guðmundsson fæddist 5. október árið 1923 og lést 7. apríl 1994. Íþróttaferill Alberts er einkar glæsilegur. Albert ólst upp hjá Val, fór síðan utan í atvinnumennsku og lék fyrst með Glasgow Rangers í Skotlandi, síðan Arsenal í Englandi, því næst Nancy í Frakklandi, AC Milan á Ítalíu, Racing Club í Frakklandi og að lokum Nice í Frakklandi. Albert lék með ÍBH þegar hann snéri heim úr atvinnumennsku.

Albert Guðmundsson varð fyrsti íslenski atvinnumaðurinn í knattspyrnu 29. júlí árið 1947 þegar hann skrifaði undir samning við franska fyrstu deildarfélagið Nancy. Albert er að margra mati fremsti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi og sá sem lengst hefur náð.

Albert var formaður KSÍ 1968 – 1973 og býr knattspyrnuhreyfingin enn að störfum hans á þeim vettvangi. Hann fékk Silfurmerki KSÍ árið 1967 fyrir starf sitt í knattspyrnuheiminum. Fyrir framan höfuðstöðvar KSÍ í Laugardal er stytta af Alberti, sem afhjúpuð var í febrúar árið 2010.

Það er ÍSÍ mikill heiður að útnefna Albert Guðmundsson í Heiðurshöll ÍSÍ.

Myndasíða ÍSÍ - Albert Guðmundsson