Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

13

Nefndir og ráð

Í upphafi starfstíma síns skipar framkvæmdastjórn fastanefndir og ráð stoðsviða ÍSÍ.

Starfsemi ÍSÍ skiptist í tvö megin svið: Afrekssvið og Fræðslu- og almenningsíþróttasvið. Þau skulu m.a. hafa yfirumsjón með viðkomandi málaflokkum, vera framkvæmdastjórn til ráðuneytis og sjá um verkefni þeim tengdum.

Stoðeiningar eru fjórar og ganga þvert á sviðin: stjórnsýslumál, fjármál, upplýsingatækni og kynningar- og markaðsmál.

Lögbundnar fastanefndir ÍSÍ eru: Stjórn Afrekssjóðs, Heilbrigðisráð, Fjármálaráð, Laganefnd, Heiðursráð, Upplýsinga- og fjölmiðlanefnd og Alþjóðanefnd. Að auki telst Íþróttamannanefnd ÍSÍ til fastanefnda en í hana er valið samkvæmt Reglugerð ÍSÍ um Íþróttamannanefnd ÍSÍ.

Aðrar nefndir eru skipaðar eftir því sem tilefni gefst til að mati framkvæmdastjórnar.