Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
16

Örn Clausen

Örn Clausen var útnefndur í Heiðurshöll ÍSÍ á 75. Íþróttaþingi ÍSÍ þann 9. október 2021.

Örn Clausen fæddist 8. nóvember 1928, hann var eineggja tvíburabróðir Hauks Clausen sem einnig var frjálsíþróttamaður. Þeir bræður, sem voru alla tíð mjög nánir, voru einna fremstir íslenskra íþróttamanna á gullöld íslenskra frjálsíþrótta fyrir og um 1950. Þeir voru ÍR-ingar og fóru mikinn í landsliði Íslands í frjálsíþróttum á keppnisferlinum, sem var reyndar allt of stuttur að flestra mati.

Örn setti samtals tíu Íslandsmet í grindahlaupum og tugþraut. Hann varð í tólfta sæti í tugþraut á Ólympíuleikunum í London1948, þá aðeins nítján ára að aldri. Árið 1949 sigraði hann í tugþraut á Norðurlandameistaramótinu í Stokkhólmi. Hann vann silfurverðlaun á Evrópumeistaramótinu í tugþraut 1950 og setti Norðurlandamet í sömu grein 1951. Það ár átti hann næstbesta tugþrautarárangur í heimi. 

Örn lést 11. desember 2008.

Það er ÍSÍ mikill heiður að útnefna Örn Clausen í Heiðurshöll ÍSÍ.