Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
19

Ferðasjóður íþróttafélaga

Ferðasjóður íþróttafélaga hefur fengið árlegt framlag á Fjárlögum Alþingis, allt frá árinu 2007, til úthlutunar til íþrótta- og ungmennafélaga í landinu vegna keppnisferða innanlands.  Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands var falin umsjón á útreikningi og úthlutunum úr sjóðnum. 

Umsóknarfrestur um styrk vegna keppnisferða innanlands á fyrirfram ákveðin styrkhæf mót á árinu 2023 er til miðnættis mánudaginn 8. janúar 2024.

Smelltu hér til að fara á rafrænt umsóknarsvæði Ferðasjóðs íþróttafélaga

Athugið að fellilisti yfir styrkhæf mót birtist inni í umsóknarkerfinu eftir að stofnuð hefur verið umsókn.

Vinnureglur varðandi úthlutun úr Ferðasjóði íþróttafélaga

Öll íþrótta- og ungmennafélög innan ÍSÍ hafa rétt til að sækja um styrk í sjóðinn, fyrir alla aldurshópa í viðurkenndum íþróttagreinum innan ÍSÍ á fyrirfram skilgreind styrkhæf mót.

Árlega skal farið yfir lista yfir þau mót sem metin eru styrkhæf.

Einungis ferðir sem mælast 150 km eða meira aðra leið, teljast styrkhæfar ferðir. 

Ferðir eru reiknaðar í fjarlægðum, út frá aðsetri viðkomandi félags og að keppnisstað. 

Til að reikna út kostnað á ferðir er notast við viðmiðunartölu pr. km. sem ákveðin er af ÍSÍ hverju sinni. Þetta er gert til að reikna út sambærilegan kostnað á allar ferðir. 

Notaður er svokallaður upphæðarstuðull til að ná fram frekari jöfnun ferðakostnaðar, þ.e. að þau félög sem þurfa, búsetu sinnar vegna, að ferðast oftast, lengst og með flesta iðkendur, fá hærra útgreiðsluhlutfall heldur en þau félög sem einungis fara eina ferð. Um er að ræða þrepaskipta hækkun eftir fyrirfram ákveðinni töflu sem byggist á upphæðum útreiknaðs ferðakostnaðar. 

Íþróttahéruðum er skipt upp í flokka. Hver flokkur hlýtur svokallaðan landsbyggðarstuðul sem byggður er á fjarlægð helstu byggðarkjarna hvers héraðs frá höfuðborginni. 

Sá stuðull margfaldast við þann upphæðarstuðul sem til staðar er í líkaninu (upphæðarstuðul) og getið er hér fyrir ofan. Þak margfeldis upphæðarstuðuls og landsbyggðarstuðuls er 3.

Styrkur er ekki greiddur sem hlutfall af uppgefnum ferðakostnaði félaga heldur sem hlutfall af kostnaði sem reiknaður er út af ÍSÍ, út frá þeim forsendum sem ákveðnar hafa verið hvert ár fyrir sig. Tekið er mið af fjarlægð, fjölda þátttakenda og fjölda ferða. 

Enginn gistikostnaður eða annar kostnaður er styrkhæfur, einungis beinn ferðakostnaður. 

Styrkur er greiddur út í febrúar/mars vegna keppnisferða ársins á undan. Framkvæmdastjórn ÍSÍ staðfestir úthlutun sjóðsins áður en hún kemur til greiðslu.

Vinnureglur þessar eru staðfestar af mennta- og menningarmálaráðuneytinu og breytingar á þeim eru gerðar í samráði við ráðuneytið.