Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.09.2024 - 12.09.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
8

Heidursholl_Geir.jpg (208026 bytes)

Geir Hallsteinsson

Geir Hallsteinsson var útnefndur í Heiðurshöll ÍSÍ á Íþróttamanni ársins þann 29. desember árið 2016.

Geir Hallsteinsson er af mörgum talinn einn fremsti handknattleiksmaður sem Ísland hefur átt. Geir fæddist í Hafnarfirði 1946 og var valinn Íþróttamaður ársins árið 1968. Það ár sýndi hann mögnuð tilþrif með íslenska landsliðinu sem lagði Danmörku að velli í fyrsta skipti auk þess sem hann var í lykilhlutverki í liði FH sem vann frækna sigra á sterkustu liðum Norðurlanda. Árið 1973 gekk hann til liðs við Göppingen í Vestur-Þýskalandi þar sem hann vakti strax mikla athygli og skipaði sér á bekk með fremstu skyttum vesturþýsku deildarinnar. 

Geir lék 118 landsleiki fyrir íslenska landsliðið og skoraði í þeim ríflega 500 mörk. 

Það er ÍSÍ mikill heiður að útnefna Geir Hallsteinsson í Heiðurshöll ÍSÍ.

Myndasíða ÍSÍ - Geir Hallsteinsson.