Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

23.07.2023 - 29.07.2023

EYOF Maribor 2023

Sumarólympíuhátíð Evrópuæskunnar fer fram í...
26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
4

Íþróttanefndir ÍSÍ

Framkvæmdastjórn ÍSÍ getur samþykkt að stofna nefnd um íþróttagrein sem viðurkennd hefur verið af ÍSÍ en hefur ekki náð þeirri útbreiðslu á landsvísu að hún nái að uppfylla kröfur ÍSÍ um stofnun sérsambands. Íþróttin skal stunduð í a.m.k. þremur félögum innan íþróttahéraða ÍSÍ. Heildar iðkendafjöldi í viðkomandi íþróttagrein þarf að ná a.m.k. 50.

Hlutverk íþróttanefnda ÍSÍ er m.a. að efla viðkomandi sérgrein í landinu. Einnig að sjá til þess að þýða og setja nauðsynlegar reglur, löggilda dómara, ráðstafa landsmótum og staðfesta met í samráði og samstarfi við ÍSÍ. Að auki eru íþróttanefndirnar fulltrúar viðkomandi íþróttagreina gagnvart útlöndum og sjá um að reglur varðandi viðkomandi íþróttagrein séu í samræmi við alþjóðareglur í samráði og samstarfi við ÍSÍ. Íþróttanefndirnar eru aðilar að alþjóðasérsamböndum í gegnum ÍSÍ.

Íþróttanefndir ÍSÍ eru nú:

Bandýnefnd ÍSÍ 

Krullunefnd ÍSÍ

Skvassnefnd ÍSÍ