Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
14

Opinn kynningarfundur Special Olympics

20.11.2019

Mánudaginn 25. nóvember nk. fer fram opinn kynningarfundur á vegum Special Olympics á Íslandi á þeim tækifærum sem hafa skapast í gegnum verkefni Special Olympics. Verkefnin „Unified sport“ og „Unified schools“ byggja á blöndun og samfélagi án aðgreiningar. Fundurinn fer fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal á 3. hæð kl.17:00.

Einnig verður kynning á  „Youth Summitt“, sem er leiðtogaþjálfun ungs fólks en Ísland mun taka þátt í „Youth Summitt“ í fyrsta skipti árið 2020. Ungt fólk, fatlað og ófatlað, kemur saman á ráðstefnum og vinnur að ýmsum verkefnum sem stuðla að samfélagi án aðgreiningar. 

Jenni Hakkinen sem stýrir þessum verkefnum Special Olympics í Evrópu mun kynna starfið og þau tækifæri sem geta skapast við innleiðingu „Unified“ í íþrótta- og skólastarfi.

Allt áhugafólk um þróun íþróttastarfs og ný tækifæri er velkomið á kynningarfundinn. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Íþróttasambands fatlaðra hér.