Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.11.2024 - 12.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
8

28.06.2019

Minsk 2019 - Hlín og Björn dæma keppni í fimleikum

Minsk 2019 - Hlín og Björn dæma keppni í fimleikumTveir íslenskir dómarar eru við störf á Evrópuleikunum 2019, en það eru þau Hlín Bjarnadóttir og Björn Magnús Tómasson sem dæma keppni í áhaldafimleikum. Þau voru einnig dómarar á síðustu leikum í Bakú 2015. Evrópska Fimleikasambandið (UEG) valdi þau sem dómara til þátttöku á Evrópuleikunum 2019 óháð þátttöku íslenskra keppenda. Hlín og Björn eru tvö af reyndustu dómurum landsins og hafa dæmt mikið bæði á Íslandi og erlendis. Þau eru bæði með næst hæstu gráðu sem hægt er að öðlast í dómgæslu í fimleikum. Mikill heiður fylgir því að vera valin í það stóra verkefni sem Evrópuleikarnir eru.
Nánar ...
26.06.2019

Forseti ÍSÍ á faraldsfæti

Forseti ÍSÍ á faraldsfætiForseti ÍSÍ, Lárus L. Blöndal, hafði í mörgu að snúast á dögunum. Lárus var viðstaddur setningu Evrópuleikanna í Minsk í Hvítarússlandi og daginn eftir sat hann aðalfund EOC þar sem samþykkt var að næstu Evrópuleikar færu fram í Póllandi sumarið 2023.
Nánar ...
26.06.2019

Minsk 2019 - Dagskrá á morgun

Minsk 2019 - Dagskrá á morgunÁ morgun hefst keppni í fimleikum þar sem Agnes Suto-Tuuha og Valgarð Reinhardsson keppa. Keppnin hefst kl. 13:00 að staðartíma (10:00 á íslenskum tíma) og stendur yfir fram eftir degi. Laugardaginn 29. júní fara fram úrslit í fjölþraut og sunnudaginn 30. júní fara fram úrslit á einstökum áhöldum. Hákon Þór Svavarsson keppir í haglabyssuskotfimi. Keppni hefst kl. 09:00 að staðartíma (6:00 á íslenskum tíma) og stendur fram eftir degi.
Nánar ...
26.06.2019

Minsk 2019 - Verðlaunatafla á sjötta degi

Minsk 2019 - Verðlaunatafla á sjötta degiEvrópuleikarnir fara nú fram í Minsk í Hvíta-Rússlandi. Rússar eru efstir á verðlaunatöflunni eftir fyrstu dagana með samtals 59 verðlaun og þar af 25 gullverðlaun. Næstir koma Hvít-Rússar með samtals 44 verðlaun og þar af 15 gullverðlaun. Verðlaunatöfluna má sjá hér á vefsíðu Evrópuleikanna 2019.
Nánar ...
25.06.2019

Minsk 2019 - Badminton á Evrópuleikunum

Minsk 2019 - Badminton á EvrópuleikunumÍ kvöld keppti Kári Gunnarsson við Brice Leverdez frá Frakklandi, en hann var fyrirfram talinn sterkasti leikmaðurinn í riðli Kára og er ofarlega á heimslistanum, eða í 33. sæti og rúmlega 100 sætum ofar en Kári.
Nánar ...