Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
9

30.01.2015

Námskeið í bogfimi styrkt af Ólympíusamhjálpinni

Dagana 8. til 16. janúar fór fram þjálfaranámskeið í bogfimi á fyrsta stigi, á vegum World Archery og Bogfiminefndar ÍSÍ, en um var að ræða níu daga námskeið eða 64 klst. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt námskeið fer fram í bogfimi hér á landi og voru þátttakendur níu talsins.
Nánar ...
30.01.2015

Skólaheimsóknir

Á síðustu vikum hafa skólahópar heimsótt ÍSÍ og fengið fræðslu um uppbyggingu íþróttahreyfingarinnar á Íslandi, starfsemi Íþrótta- og Ólympíusambandsins og Smáþjóðaleikana.
Nánar ...
28.01.2015

Vorfjarnám í þjálfaramenntun

Vorfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun hefst í febrúar. Námið er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur. Fjarnám 1. stigs hefst mánudaginn 9. febrúar og fjarnám 2. og 3. stigs hefst mánudaginn 16. febrúar. Námið gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar enda um að ræða almennan hluta þekkingarinnar. Sérgreinahlutann taka nemendur svo hjá viðkomandi sérsambandi/sérnefnd ÍSÍ. Námið hefur verið afar vinsælt undanfarin ár enda miklar kröfur gerðar af samfélaginu til menntunar íþróttaþjálfara. Skráning er á namskeid@isi.is eða í síma 514-4000 og er skráningarfrestur til föstudagsins fyrir upphaf náms.
Nánar ...
26.01.2015

Úttekt á kostnaði vegna afreksfólks

Á blaðamannafundi í tengslum við úthlutun ÍSÍ á styrkjum Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir 2015 tilkynnt forseti ÍSÍ, Lárus L. Blöndal, um að vinna væri hafin við að reikna út kostnað vegna íþróttamanna.
Nánar ...
25.01.2015

Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar

Vetrarólympíuhátíð EvrópuæskunnarVetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar var sett fyrr í kvöld í Vorarlberg í Austurríki. Alls eru keppendur á hátíðinni um 900, þess utan eru um 600 þjálfarar og fararstjórar sem fylgja þátttökuþjóðunum.
Nánar ...
23.01.2015

ÍSÍ úthlutar afreksstyrkjum

ÍSÍ úthlutar afreksstyrkjum Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands samþykkti, fimmtudaginn 22. janúar 2015, tillögur stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ að úthlutun fyrir árið 2015. Styrkveitingar ÍSÍ að þessu sinni nema samtals rúmlega 122 milljónum króna
Nánar ...