Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
21

29.06.2015

Ingigerður endurkjörin formaður ÍRB

Ingigerður endurkjörin formaður ÍRBÁrsþing Íþróttabandalags Reykjanesbæjar var haldið 23. júní í fundarsal íþróttaakademíunnar í Reykjanesbæ. Þingfulltrúar voru 23 frá 5 af 9 aðildarfélögum IRB. Ingigerður Sæmundsdóttir formaður IRB setti þingið og bauð þingfulltrúa og gesti velkomna. Formaður flutti skýrslu stjórnar og gjaldkeri sambandsins endurskoðaða reikninga þess.
Nánar ...
28.06.2015

Lokahátíð á Evrópuleikum

Lokahátíð á EvrópuleikumÍ kvöld fer fram lokahátíð Evrópuleikanna í Bakú. Má búast við að hún verði glæsileg, enda hefur ekki verið sparað við mannvirki og viðburði á þessum fyrstu Evrópuleikum. Kári Gunnarsson, badmintonmaður, verður fánaberi Íslands á hátíðinni í kvöld.
Nánar ...
27.06.2015

Keppni lokið hjá Íslendingum í Bakú

Keppni lokið hjá Íslendingum í BakúÍ dag, laugardaginn 27. júní, luku Íslendingar keppni á Evrópuleikunum í Bakú. Síðasti keppandi Íslands var Bryndís Bolladóttir sem keppti í 50m flugsundi. Synti hún á 29.43 sek. og varð fjórða í sínum riðli, og í 39. sæti af 50. keppendum.
Nánar ...
25.06.2015

Meistaranám í íþróttastjórnun - námsstyrkur

Hægt er að sækja um styrk til meistaranáms í íþróttastjórnun við skóla (AISTS) í Lausanne í Sviss, sem Alþjóðaólympíunefndin tók þátt í að stofna árið 2000. Styrkurinn er í boði fyrir afreksíþróttafólk sem er að ljúka ferlinum eða hefur ný hætt. Umsóknarfrestur rennur út 15. ágúst 2015.
Nánar ...
23.06.2015

Ólympíudagurinn 23. júní

Í dag 23. júní er Alþjóðlegi Ólympíudagurinn haldinn hátíðlegur um allan heim. Hann er haldinn í tilefni af stofnun Alþjóðaólympíunefndarinnar 23. júní árið 1894. Þá má segja að Ólympíuleikar til forna hafi verið endurvaktir og færðir til nútímans. Í tilefni af afmælisdeginum er fólk hvatt til þess að hreyfa sig og takast á við nýjar áskoranir.
Nánar ...
23.06.2015

Sundkeppnin hafin á Evrópuleikunum

Sundkeppnin hafin á EvrópuleikunumÍ morgun hófst keppni í sundi á Evrópuleikunum í Bakú. Keppnin er jafnframt Evrópumeistaramót unglinga í sundi og þar keppa margir af efnilegustu sundmönnum álfunnar. Ísland á fimm keppendur í sundi á leikunum og kepptu þau öll í morgun.
Nánar ...
22.06.2015

Evrópuleikar í Bakú

Evrópuleikar í BakúSíðustu íslensku keppendurnir mættir til Bakú og Sara Högnadóttir sigrar í fyrsta leik í einliðaleik kvenna.
Nánar ...
18.06.2015

Líney Rut sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu

Líney Rut sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðuLíney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ var í gær, 17. júní, sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu af forseta Íslands, herra Ólafi Ragnari Grímssyni, á Bessastöðum. Líney Rut hlaut riddarakrossinn fyrir störf sín í þágu íþróttahreyfingarinnar en hún hefur verið brautryðjandi í störfum sínum fyrir hreyfinguna um langt árabil og hlotið fyrir þau störf viðurkenningar hér á landi sem og alþjóðlega. Stjórn og starfsfólk Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands óskar Líneyju Rut innilega til hamingju með mjög svo verðskuldaða viðurkenningu.
Nánar ...