Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

11

Ásgeir fimmti á Evrópuleikum

20.06.2015

Þrír Íslendingar kepptu í dag á Evrópuleikunum í Bakú. Ásgeir Sigurgeirsson tryggði sig inn í úrslit fríbyssu af 50 metra færi þegar hann varð sjöundi inn í úrslitin með 556 stig. Í úrslitunum gerði Ásgeir enn betur og endaði fimmti með 127,1 stig. Í leirdúfu fóru fram fyrstu þrjár umferðirnar, seinni tvær verða skotnar á morgun. Að loknum þremur umferðum er Hákon Svavarsson í 25 sæti af 30 keppendum, hitti hann 69 af 75 skotmörkum dagsins.

Sigurjón A. Sigurðsson keppti í 32 manna útsláttarkeppni með sveigboga. Þar keppti hann við Hvít-Rússann Anton Prilepov. Sigurjón skaut virkilega vel en varð að lokum að játa sig sigraðan, lokaniðurstaðan varð 7-3 Hvít-Rússanum í vil.

Með fréttinni fylgja myndir af Ásgeiri og Halldóri Axelssyni flokksstjóra skotíþróttamanna; Sigurjóni bogfimimanni með Carsten Tarnow þjálfara og Suk Dongeun sem einnig aðstoðaði Sigurjón í keppni dagsins; Hákoni í keppni í leirdúfuskotfimi í morgun.

Myndir með frétt