Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

28

31.05.2015

Líf og fjör í Sjálandsskóla

Líf og fjör í SjálandsskólaSíðustu dagar hafa verið viðburðarríkir í undirbúningi fyrir Smáþjóðaleikana sem fram fara 1.-6. júní næstkomandi, ekki bara á keppnissvæðum og í Laugardal heldur hafa verið spennandi verkefni tengd leikunum víða annars staðar.
Nánar ...
30.05.2015

Vodafone komið í hóp Gullsamstarfsaðila

Vodafone komið í hóp GullsamstarfsaðilaÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur skrifað undir samstarfsamning við Vodafone um stuðning vegna Smáþjóðaleikanna 2015. Vodafone sér um netsamband á leikunum og hefur mikið kapp verið lagt í það að tryggja að samband sé sem best og víðast.
Nánar ...
29.05.2015

Risafloti bíla afhentur ÍSÍ vegna Smáþjóðaleikanna

Risafloti bíla afhentur ÍSÍ vegna SmáþjóðaleikannaBílaumboðið Askja umboðsaðili Mercedes-Benz og Bílaleiga Akureyrar umboðsaðili Europcar á Íslandi eru meðal gullstyrktaraðila Smáþjóðaleikanna sem haldnir verða á Íslandi 1.-6. júní nk. Fyrstu þátttakendur koma til landsins um helgina en um 800 þátttakendur frá níu löndum taka þátt á leikunum sem nú eru haldnir í 16 sinn.
Nánar ...
29.05.2015

Verðlaunaafhending Hjólað í vinnuna 2015

Verðlaunaafhending Hjólað í vinnuna fór fram í gær fimmtudaginn 28. maí í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Veitt voru verðlaun fyrir hlutfall daga, heildarfjölda kílómetra og hlutfall kílómetra.
Nánar ...
27.05.2015

Guðný Stefanía endurkjörin

Guðný Stefanía endurkjörinGuðný Stefanía Stefánsdóttir var endurkjörin formaður Héraðssambands Vestfjarða á þingi sambandsins, sem haldið var í Félagsheimilinu á Þingeyri 20. maí síðastliðinn. Um 50 manns sóttu þingið sem var í umsjón Íþróttafélagsins Höfrungs. Ný reglugerð fyrir afrekssjóð HSV var kynnt á þinginu og var hún samþykkt. Helsta markmið sjóðsins er að styðja enn betur við unga og efnilega íþróttamenn.
Nánar ...
27.05.2015

Fundur vegna þjálfaramenntunar

ÍSÍ boðaði nýverið fulltrúa sérsambanda og -nefnda á fund þar sem farið var yfir þjálfaramenntun íþróttahreyfngarinnar. Fulltrúar 19 sérsambanda og -nefnda mættu á fundinn.
Nánar ...
25.05.2015

Vika í Smáþjóðaleika!

Vika í Smáþjóðaleika!Í dag er aðeins ein vika þar til Smáþjóðaleikarnir verða settir á Íslandi. Leikarnir munu standa frá 1. - 6. júní. Þau gleðilegu tíðindi bárust nú um hádegisbilið að búið væri að fresta fyrirhuguðum verkföllum þannig að þau munu ekki hafa áhrif á undirbúning og framkvæmd Smáþjóðaleikanna. Þungu fargi er því létt af skipuleggjendum og allir geta nú leyft sér að hlakka mikið til lokaundirbúningsins.
Nánar ...
24.05.2015

Halldór Axelsson endurkjörinn formaður STÍ

Halldór Axelsson endurkjörinn formaður STÍÁrsþing Skotíþróttasambands Íslands var haldið í Íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum á Akranesi 23. maí síðastliðinn. Halldór Axelsson var endurkjörinn formaður sambandsins. Aðrir í stjórn eru Jóhann A.Kristjánsson, Jórunn Harðardóttir, Ómar Ö.Jónsson, Kjartan Friðriksson og Guðmundur Kr. Gíslason.
Nánar ...
23.05.2015

Ársþing STÍ

Ársþing STÍÁrsþing Skotíþróttasambands Íslands verður haldið á Akranesi laugardaginn 23. maí 2015 kl. 12:00.
Nánar ...
22.05.2015

Heiðursnefnd Smáþjóðaleikanna 2015 hittist

Heiðursnefnd Smáþjóðaleikanna 2015 hittistFimmtudaginn 21. maí hittist Heiðursnefnd Smáþjóðaleikanna 2015 í fundarsal framkvæmdastjórnar ÍSÍ í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal til spjalls og ráðagerða vegna leikanna. Í nefndinni eru Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, Helga Steinun Guðmundsdóttir varaforseti ÍSÍ, Gunnar Bragason gjaldkeri ÍSÍ, Sigríður Jónsdóttir ritari ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ.
Nánar ...