Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
15

Vodafone komið í hóp Gullsamstarfsaðila

30.05.2015Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur skrifað undir samstarfsamning við Vodafone um stuðning vegna Smáþjóðaleikanna 2015. Vodafone sér um netsamband á leikunum og hefur mikið kapp verið lagt í það að tryggja að samband sé sem best og víðast. Eins verða keppendur, starfsfólk, sjálfboðaliðar og aðrir sem að leikunum koma í góðu sambandi með 4G SIM-kortum frá Vodafone. Með samningi þessum er Vodafone komið í hóp Gullsamstarfsaðila leikanna.
Lárus Blöndal forseti ÍSÍ og Stefán Sigurðarsson, forstjóri Vodafone skrifuðu undir samninginn. Gullsamstarfsaðilar Smáþjóðaleikanna 2015 eru þar með orðnir 10 talsins en auk Vodafone eru það Bláa Lónið, Advania, Askja, Bílaleiga Akureyrar Höldur, Eimskip, Icelandair Group, Íslandsbanki, Vífilfell og ZO-ON. Stuðningur Gullsamstarfsaðila leikanna ásamt stuðningi Reykjavíkurborgar og mennta- og menningarmálaráðuneytis gerir ÍSÍ kleift að halda þessa umfangsmiklu leika hér á landi.

Á myndinni má sjá Lárus Blöndal, forseta ÍSÍ og Stefán Sigurðarsson, forstjóra Vodafone við undirritun samningsins.