Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
21

28.12.2019

Júlían Íþróttamaður ársins 2019

Júlían Íþróttamaður ársins 2019Júlían J. K. Jóhannsson kraftlyftingamaður var útnefndur Íþróttamaður ársins 2019 af Samtökum íþróttafréttamanna í kvöld í Hörpu í Reykjavík. Þetta er í fyrsta sinn sem Júlían hlýtur viðurkenninguna Íþróttamaður ársins. Mart­in Her­manns­son körfuknatt­leiksmaður hjá Alba Berlín hafnaði í 2. sæti og knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir varð í 3. sæti.
Nánar ...
28.12.2019

Alfreð Gíslason í Heiðurshöll ÍSÍ

Alfreð Gíslason í Heiðurshöll ÍSÍÍ kvöld, þann 28. desember, á hófi Íþróttamanns ársins 2019, var Alfreð Gíslason útnefndur í Heiðurshöll ÍSÍ. Alfreð er nítjándi einstaklingurinn sem ÍSÍ útnefnir í höllina.
Nánar ...
28.12.2019

Íþróttamaður ársins fer fram í kvöld

Íþróttamaður ársins fer fram í kvöldÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands afhendir viðurkenningar til íþróttakvenna og íþróttamanna sérgreina íþrótta þann 28. desember nk. í Silfurbergi í Hörpu. Hófið er haldið með Samtökum íþróttafréttamanna, sem velja síðan Íþróttamann ársins 2019. Afhending viðurkenninga íþróttafólks sérsambanda fer fram í beinni útsendingu á RÚV2 frá kl. 18:00. Bein útsending frá kjöri íþróttamanns ársins fer fram frá kl. 19:40 á RÚV. Íþróttamaður ársins er nú kjörinn í 64. sinn en þjálfari og lið ársins í áttunda sinn.
Nánar ...
27.12.2019

Íþróttafólk sérsambanda heiðrað þann 28. desember

Íþróttafólk sérsambanda heiðrað þann 28. desemberÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands afhendir viðurkenningar til íþróttakvenna og íþróttamanna sérgreina íþrótta annað kvöld, þann 28. desember, í Silfurbergi í Hörpu. Hófið er haldið með Samtökum íþróttafréttamanna, sem velja Íþróttamann ársins 2019. Afhending viðurkenninga íþróttafólks sérsambanda fer fram í beinni útsendingu á RÚV2 frá kl. 18:00. Bein útsending frá kjöri íþróttamanns ársins fer fram frá kl. 19:40 á RÚV. Íþróttamaður ársins er nú kjörinn í 64. sinn en þjálfari og lið ársins í áttunda sinn.
Nánar ...
24.12.2019

Gleðileg jól

Gleðileg jólÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með sérstakri þökk til sambandsaðila ÍSÍ og sjálfboðaliða í hreyfingunni fyrir samstarfið á árinu.
Nánar ...
23.12.2019

Már með Instagram ÍSÍ í dag

Már með Instagram ÍSÍ í dagMár Gunnarsson, sundmaður og tónlistarmaður, ætlar að leyfa fólkinu í landinu að fá innsýn í sitt líf í dag, á Þorláksmessu. Már mun taka yfir Instagram síðu ÍSÍ @isiiceland og taka upp sinn dag á Instagram Story.
Nánar ...
21.12.2019

20 dagar til YOWG í Lausanne

20 dagar til YOWG í LausanneÍ dag eru 20 dagar þar til þriðju Vetrarólympíuleikar ungmenna (YOWG) verða settir í Lausanne í Sviss. Leikarnir standa yfir frá 9. - 22. janúar 2020. Á þeim 13 dögum sem keppnin fer fram eru 81 viðburður á dagskrá og er um að ræða átta keppnisstaði. 1880 íþróttamenn, þar sem kynjahlutfall er jafnt, 940 konur og 940 karlar, munu etja kappi á leikunum. Verða þetta fyrstu vetrarleikarnir á vegum Alþjóðaólympíunefndarinnar með jafnt kynjahlutfall keppenda.
Nánar ...
20.12.2019

ÍBR Fyrirmyndarhérað ÍSÍ

ÍBR Fyrirmyndarhérað ÍSÍÍþrótttabandalag Reykjavíkur fékk viðurkenningu frá ÍSÍ sem Fyrirmyndarhérað ÍSÍ fimmtudaginn 19. desember. Viðurkenningin var veitt á sama tíma og tilkynnt var um val á Íþróttafólki Reykjavíkur 2019. Það var Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, sem afhenti Ingvari Sverrissyni, formanni ÍBR, viðurkenninguna. ÍBR er fimmta íþróttahéraðið sem hlýtur þessa viðurkenningu frá ÍSÍ.
Nánar ...
20.12.2019

Söguvefur ÍBR

Söguvefur ÍBRÍþróttabandalag Reykjavíkur varð 75 ára 31.ágúst 2019. Í tilefni af afmælinu var ákveðið að fara í gerð söguvefs. Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson var fenginn til að taka saman efni til að setja á tímaás um sögu íþróttanna í Reykjavík. Tímaásinn spannar tímabilið frá 1824 þegar fyrsti vísir að nútímaíþróttum hefst um leið og þéttbýlismyndun á Íslandi og til dagsins í dag. Stuttur texti um helstu stórviðburði íþróttanna á þessu tímabili er á ásnum ásamt myndum. Sérfræðingar hjá Kodo sáu um hönnun og uppsetningu á vefnum. Vefurinn var opnaður á hófi Íþróttafólks Reykjavíkur sem fram fór í gær.
Nánar ...