Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
16

Fjórða keppnisdegi EYOWF 2015 lokið

29.01.2015

Þá hafa íslensku þátttakendurnir lokið keppni á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar. Í dag voru það strákarnir sem kepptu í svigi og sprettgöngu. Í sviginu keppti Arnar Birkir Dansson, datt hann í fyrri ferðinni. Lokaúrslit í sviginu liggja ekki fyrir en úrslit úr fyrri ferðinni má finna hér.

 

Í sprettgöngu tóku þér Albert Jónsson og Dagur Benediktsson þátt. Náðu þeir 59 (4.06,41) og 63 (4.08,03) bestu tímunum í undanrásunum. 30 efstu komust áfram í næstu umferð sprettgöngunnar. Úrslit liggja ekki enn fyrir en úrslit úr tímatökunni í morgun má finna hér. Myndin sem fylgir fréttinni er af gönguhópnum, frá vinstri Dagur Benediktsson, Steven Gromatka þjálfari hópsins og Albert Jónsson.

 

Á morgun eru úrslit í nokkrum greinum á leikunum. Íslensku þátttakendurnir munu skoða sig um og fylgjast með því sem í boði er í Montafon dalnum. Leikunum verður slitið formlega annað kvöld með lokahátíð.