Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20

07.01.2019

Elmar Atli knattspyrnumaður Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar

Elmar Atli knattspyrnumaður Íþróttamaður ÍsafjarðarbæjarÞann 30. desember sl. var Elmar Atli Garðarson knattspyrnumaður frá Vestra útnefndur Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar. Elmar Atli hefur æft og spilað knattspyrnu á Ísafirði frá því í yngri flokkum. Hann var mikilvægur hlekkur í liði Vestra í sumar og spilaði 20 leiki með liðinu í 2. deild þar sem liðið endaði í 3.sæti eftir harða keppni um sæti í Inkasso-deildinni. Elmar Atli spilaði þá þrjá bikarleiki sem Vestri lék á árinu. Hann leggur sig alltaf 100% fram og er frábær liðsmaður innan sem utan vallar. Þá er hann góð fyrirmynd ungra leikmanna og er iðinn við að miðla reynslu sinni til þeirra. Elmar Atli var á haustmánuðum kallaður til reynslu hjá sænska liðinu Helsingsborg þar sem hann æfði í viku.
Nánar ...
07.01.2019

Lífshlaupið - landskeppni í hreyfingu hefst 6. febrúar

Lífshlaupið - landskeppni í hreyfingu hefst 6. febrúarLífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni ÍSÍ sem höfðar til allra aldurshópa. Á síðasta ári voru yfir 15 þúsund virkir þátttakendur í samtals um 500 skólum og vinnustöðum. Verkefnið miðar að því að hvetja landsmenn til að huga að daglegri hreyfingu og auka hana eins og kostur er.
Nánar ...
04.01.2019

Perla Ruth Albertsdóttir íþróttamaður USVH 2018

Perla Ruth Albertsdóttir íþróttamaður USVH 2018Íþróttamaður USVH (Ungmennasambands Vestur-Húnavatnssýslu) árið 2018 var kjörinn Perla Ruth Albertsdóttir handknattleikskona frá Eyjanesi í Hrútafirði, leikmaður Selfoss og íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik. Í öðru sæti varð Helga Una Björnsdóttir hestaíþróttakona hjá Þyt og í þriðja sæti Salbjörg Ragna Sævarsdóttir körfuknattleikskona hjá Keflavík. Kjöri íþróttamanns USVH var lýst í Íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga þann 28. desember 2018.
Nánar ...
04.01.2019

Höfuðhögg getur haft alvarlegar afleiðingar

Höfuðhögg getur haft alvarlegar afleiðingarHöfuðhögg getur haft alvarlegar afleiðingar. Um það eru mörg dæmi í knattspyrnu og fleiri íþróttum. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Knattspyrnusamband Íslands hafa í samstarfi unnið fræðslumyndbönd tengd þessu mikilvæga viðfangsefni. Annars vegar er um að ræða grafísk myndbönd með mikilvægum upplýsingum, m.a. um fyrstu viðbrögð, og hins vegar viðtalsmyndbönd þar sem Heiðrún Sara Guðmundsdóttir og Elfar Árni Aðalsteinsson deila reynslusögum (Viðtalsmyndböndin má sjá á samfélagsmiðlum KSÍ, t.d. hér). Fyrstu myndböndin hafa þegar verið birt á samfélagsmiðlum ÍSÍ og KSÍ og verða fleiri myndbönd birt síðar.
Nánar ...
03.01.2019

Nýr bannlisti WADA 2019

Nýr bannlisti WADA 2019Þann 1. janúar sl. tók gildi nýr bannlisti WADA, Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar (WADA Prohibited List). Listinn er endurskoðaður á hverju ári og tekur ný útgáfa gildi 1. janúar ár hvert. Bannlisti WADA gildir innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Listann í heild sinni má nálgast með því að smella á hlekk hér fyrir neðan og einnig er samantekt (á ensku) á helstu breytingum og viðbætum frá fyrra ári.
Nánar ...
01.01.2019

Nýr bannlisti WADA 2019

Nýr bannlisti WADA 2019Í dag tók gildi nýr bannlisti WADA, Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar (WADA Prohibited List). Listinn er endurskoðaður á hverju ári og tekur ný útgáfa gildi 1. janúar ár hvert. Bannlisti WADA gildir innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.
Nánar ...
01.01.2019

Gleðilegt nýtt ár

Gleðilegt nýtt árÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands óskar sambandsaðilum sínum og aðildarfélögum þeirra, sem og landsmönnum öllum gleðilegs árs! Megi árið 2019 verða ykkur öllum gæfuríkt og farsælt í leik og starfi.
Nánar ...