Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
14

Nýr starfsmaður hjá ÍSÍ

20.11.2019

ÍSÍ hefur ráðið Birki Smára Guðmundsson lögfræðing í hlutastarf í starf lögfræðings á skrifstofu ÍSÍ í Reykjavík. 

Birkir útskrifaðist frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2019 með mastersgráðu í lögfræði en mastersverkefni hans fjallaði um úrlausn ágreiningsefna innan íþróttahreyfinga. Hann fór í skiptinám til Aarhus Universitet haustið 2018 og lagði m.a. stund á íþróttarétt. Birkir Smári starfar sem lögfræðingur hjá GBÓ lögmönnum og hefur gert frá árinu 2015. Birkir hefur fjölbreytta reynslu úr íþróttaheiminum sem leikmaður, þjálfari, dómari og nú s.l. 2 ár sem stjórnarmaður handknattleiksdeildar hjá Knattspyrnufélaginu Fram.

Birkir Smári mun verða stjórn ÍSÍ og skrifstofu til halds og trausts við úrvinnslu lögfræðilegra málefna.

ÍSÍ býður Birki Smára hjartanlega velkominn til starfa.