Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
16

Þing Golfsambands Íslands - Ný stjórn

25.11.2019

Þing Golfsamband Íslands fór fram í Laugardalshöll 22. - 23. nóvember sl. Kosið var í stjórn GSÍ. Alls voru 11 einstaklingar sem gáfu kost á sér í stjórnina og 10 þeirra voru kjörnir. Haukur Örn Birgisson var einn í framboði í forsetaembættið og var hann því sjálfkjörinn. Alls voru 143 atkvæði greidd á golfþinginu í stjórnarkjörinu og voru 141 þeirra gild. Atkvæðin komu frá 39 golfklúbbum af alls 63. Þrír sem kjörnir voru í stjórn GSÍ fengu fullt hús atkvæða í kosningunni, eða 141 atkvæði.

Eftirtaldir skipa stjórn GSÍ. Haukur Örn Birgisson, forseti, aðrir í stjórn eru: Hansína Þorkelsdóttir (141 atkvæði), Hörður Geirsson (141 atkvæði), Kristín Guðmundsdóttir (141 atkvæði), Páll Sveinsson (139 atkvæði), Hulda Bjarnadóttir (138 atkvæði), Viktor Elvar Viktorsson (138 atkvæði), Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (136 atkvæði), Jón Steindór Árnason (135 atkvæði), Jón B. Stefánsson (133 atkvæði) og Ólafur Ingvar Arnarson (108 atkvæði). Páll Sveinsson, Viktor Elvar Viktorsson og Ólafur Ingvar Arnarson eru nýir í stjórn. Eggert Ágúst Sverrisson, Bergsteinn Hjörleifsson og Gunnar K. Gunnarsson gáfu ekki kost á sér til endurkjörs í stjórn GSÍ.

Ingi Þór Ágústsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ var fulltrúi ÍSÍ á þinginu og ávarpaði þingið. Gunnar Bragason gjaldkeri framkvæmdastjórnar ÍSÍ var þingforseti og Gunnar K. Gunnarsson til vara.

Ársskýrslu GSÍ 2019 má finna hér.

Á mynd með fréttinni má sjá nýja stjórn GSÍ. Efri röð frá vinstri. Jón Steindór Árnason, Ólafur Ingvar Arnarson, Páll Sveinsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Hansína Þorkelsdóttir, Jón B. Stefánsson, Brynjar Geirsson framkvæmdastjór. – Viktor Elvar Viktorsson, Hulda Bjarnadóttir, Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ, Kristín Guðmundsdóttir og Hörður Geirsson. Mynd/seth@golf.is