Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.03.2023 - 26.03.2023

Ársþing LSÍ 2023

Ársþing Lyftingasambands Íslands (LSÍ) verður...
26

10.02.2022

Ráðning verkefnastjóra heilsueflingar eldra fólks

Ráðning verkefnastjóra heilsueflingar eldra fólksÁ síðastliðnu ári lagði félagsmálaráðuneytið fjármagn til Landssambands eldri borgara (LEB) og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) í sameiginlegt verkefni þessara tveggja samtaka um heilsueflingu aldraðra. Í kjölfarið réðu LEB og ÍSÍ til sín sinn hvorn starfsmanninn, sem munu starfa sem verkefnastjórar heilsueflingar eldra fólks með aðsetur í höfuðstöðum ÍSÍ.
Nánar ...
09.02.2022

Valdimar Örnólfs 90 ára

Valdimar Örnólfs 90 áraValdimar Örnólfsson, Heiðursfélagi ÍSÍ er 90 ára í dag, 9. febrúar. Kristrún og Kristín, starfsmenn ÍSÍ, heimsóttu Valdimar í tilefni dagsins og færðu honum úlpu að gjöf frá stjórn og starfsfólki ÍSÍ, í stíl við íslensku Ólympíufarana sem staddir eru á Vetrarólympíuleikunum í Peking þessa dagana.
Nánar ...
09.02.2022

Hólmfríði Dóru gekk vel í sviginu

Hólmfríði Dóru gekk vel í sviginuHólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir keppti í svigi í nótt á Yanqing keppnissvæðinu á Vetrarólympíuleikunum. Til keppni voru skráðir 88 keppendur og var Hólmfríður Dóra með rásnúmerið 62. Hún skíðaði fyrri ferðina á 57,39 sek. og var þá í 43. sæti en vann sig svo upp um fimm sæti í seinni ferðinni sem var hraðari en sú fyrri eða 56,48 sek.
Nánar ...
09.02.2022

Skráðu þig í Lífshlaupið! Allir með!

Skráðu þig í Lífshlaupið! Allir með!Nú er vika liðin af Lífshlaupinu og vert að minna á að enn er hægt að skrá sig til leiks. Við hvetjum alla til að vera með og þeir sem þegar hafa skráð sig mega gjarnan hvetja aðra í kringum sig til að gera slíkt hið sama.
Nánar ...
09.02.2022

Forseti ÍSÍ fylgist með keppni íslenska hópsins

Forseti ÍSÍ fylgist með keppni íslenska hópsinsLárus L. Blöndal forseti ÍSÍ er á Vetrarólympíuleikunum í Peking ásamt Líneyju Rut Halldórsdóttur ráðgjafa og Bjarna Theódór Bjarnasyni formanni Skíðasambands Íslands, að fylgjast með íslensku keppendunum á leikunum. Samkvæmt Lárusi eru aðstæður í Kína góðar og mannvirkin sem byggð voru fyrir leikana glæsileg.
Nánar ...
08.02.2022

Hólmfríður Dóra keppir í svigi í nótt

Hólmfríður Dóra keppir í svigi í nóttHólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir keppir í svigi í Yanqing í nótt á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Þetta er önnur keppnisgrein hennar á leikunum en hún keppti einnig í stórsvigi 7. febrúar sl.
Nánar ...
06.02.2022

Keppni í stórsvigi flýtt

Keppni í stórsvigi flýttMánudaginn 7. febrúar verður keppt í stórsvigi kvenna á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir er meðal keppenda og er með rásnúmer 61 af 82 keppendum sem skráðir eru til leiks.​
Nánar ...
06.02.2022

Snorri Einarsson í 29. sæti í 30 km skiptigöngu

Snorri Einarsson í 29. sæti í 30 km skiptigönguSnorri Einarsson steig fyrstur Íslendinganna á stokk á Vetrarólympíuleikunum í Beijing í morgun. Hann keppti í sinni fyrstu grein, 30 kílómetra skiptigöngu. Snorri varð í 29. sæti sem er besti árangur íslensk keppanda í skíðagöngu á Ólympíuleikum.
Nánar ...