Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

07.05.2024 - 07.05.2024

Ársþing HSV 2024

Ársþing Héraðssambands Vestfirðinga (HSV)...
25

Forseti ÍSÍ fylgist með keppni íslenska hópsins

09.02.2022

 

Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ er á Vetrarólympíuleikunum í Peking ásamt Líneyju Rut Halldórsdóttur ráðgjafa og Bjarna Theódóri Bjarnasyni formanni Skíðasambands Íslands, að fylgjast með íslensku keppendunum á leikunum. Samkvæmt Lárusi eru aðstæður í Kína góðar og mannvirkin sem byggð voru fyrir leikana glæsileg. Aðbúnaður keppenda er góður og mikil gæði í keppnisgreinum leikanna. Leikarnir og allt utanumhald er þó afar markað af kórónuveirunni og er allt kapp lagt á það að sem fæstir keppendur smitist. Sem dæmi þá er alveg lokað fyrir gestaaðganga að Ólympíuþorpunum til að vernda keppendur og aðstoðarfólk.Þeir örfáu gestir sem staddir eru á leikunum þurfa að halda sig á ákveðnum svæðum og snæða á sínum dvalarstað. Það hefur reynst ákveðin áskorun hversu miklar fjarlægðir eru á milli keppnissvæða en gestirnir dvelja í Peking og þurfa því að aka upp í fjöllin á keppnissvæðin fyrir hvern viðburð. 

Edda Sif Pálsdóttir íþróttafréttamaður á RÚV tók viðtal við Lárus á keppnissvæðinu í Yanqing í dag en þangað var Lárus kominn til að fylgjast með Hólmfríði Dóru Friðgeirsdóttur keppa í svigi. Slóð á viðtalið er hér:

Viðtal RÚV við Lárus.