Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
15

21.07.2019

EYOF 2019 - Hátíðin hafin

EYOF 2019 - Hátíðin hafinSetningarhátíð Ólympíuhátíðar Evrópuæskunnar fór fram í kvöld, sunnudaginn 21. júlí, kl. 20:00 í Kristallshöllinni í Bakú. Á dagskrá var innganga íþróttamanna með fánabera hvers lands í fararbroddi.
Nánar ...
20.07.2019

EYOF 2019 - Dagskrá íslenskra keppenda

EYOF 2019 - Dagskrá íslenskra keppendaÓlympíuhátíð Evrópuæskunnar fer fram í Bakú í Azerbaijan 21. - 27. júlí 2019. Á listanum má sjá íslenska keppendur á Ólympíuhátíð Evópuæskunnar og fyrir neðan dagskrá íslenskra keppenda á hátíðinni:
Nánar ...
18.07.2019

EYOF 2019 - Þátttakendur á leið til Bakú

EYOF 2019 - Þátttakendur á leið til BakúÓlympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF) fer fram í Bakú í Azerbaijan 21. - 27. júlí 2019. Íslenskir þátttakendur halda flestir af stað til Bakú í dag, en handboltahópurinn heldur af stað á morgun. Ferðalagið til Bakú er nokkuð langt en hópurinn flýgur til Kaupmannahafnar í dag, til Istanbúl í Tyrklandi á morgun og síðan þaðan til Bakú sama dag. Vistarverur íslenska hópsins eru þó ekki langt frá flugvellinum í Bakú, eða um 20 mínútur. Þá fá þátttakendur tíma til að koma sér fyrir og hvílast. Daginn eftir, eða kvöldið 21. júlí, fer setningarathöfn hátíðarinnar fram og síðan hefst keppni morguninn 22. júlí. Ísland teflir fram 34 keppendum, 23 strákum og 11 stelpum.
Nánar ...
17.07.2019

EYOF 2019 - Háttvísin ofar öðru

EYOF 2019 - Háttvísin ofar öðruÓlympíuhátíð Evrópuæskunnar verður haldin í borginni Bakú í Azerbaijan 21. - 27. júlí nk. Fyrsta hátíðin var haldin í Brussel 1991 og hét þá Ólympíudagar æskunnar. ÍSÍ hefur jafnan reynt að senda fríðan hóp ungs fólks á hátíðina og í Brussel 1991 voru þátttakendur 27 úr fjórum íþróttagreinum. Í þetta sinn sendir ÍSÍ 54 þátttakendur, þar af 34 keppendur. Liðsstjórar og þjálfarar fylgja hópnum auk þess sem einn aðili fer sem ungur sendiherra. Þrír íslenskir dómarar munu einnig starfa á leikunum, einn í fimleikum og tveir í handknattleik. Fyrsta árið var eingöngu sumarhátíð en strax 1993 var einnig komið á vetrarhátíð og hefur svo verið síðan þá.
Nánar ...
16.07.2019

EYOF 2019 - Hópurinn sem fer til Bakú

EYOF 2019 - Hópurinn sem fer til BakúÓlympíuhátíð Evrópuæskunnar fer fram í Bakú í Azerbaijan 21. - 27. júlí 2019. Tilnefningar allra sérsambanda á þátttakendum liggja fyrir, bæði í einstaklingsgreinum og hópgreinum. Lokaskráning gerir ráð fyrir að Ísland verði með samtals 34 keppendur, 23 stráka og 11 stelpur. Þá munu liðsstjórar og þjálfarar fylgja hópnum auk þess sem einn aðili fer sem ungur sendiherra. Þrír íslenskir dómarar munu einnig starfa á hátíðinni, einn í fimleikum og tveir í handknattleik.
Nánar ...
02.07.2019

EYOF 2019 - Bakú

EYOF 2019 - BakúÞann 21. júlí nk. hefst Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Bakú í Azerbaijan. Hátíðin er ætluð þátttakendum á aldrinum 14-18 ára. Keppnisgreinar á hátíðinni eru frjálsíþróttir, körfuknattleikur, hjólreiðar, fimleikar, handbolti, júdó, sund, tennis og blak. Að þessu sinni verður einnig keppt í glímu. Keppendur koma frá 50 Evrópuþjóðum og eru þátttakendur um 3.600 talsins. Þann 27. júlí fer lokaathöfn hátíðarinnar fram.
Nánar ...
02.07.2019

Ekki harka af þér höfuðhögg!

Ekki harka af þér höfuðhögg!Höfuðhögg getur haft alvarlegar afleiðingar. Um það eru mörg dæmi í knattspyrnu og fleiri íþróttum. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Knattspyrnusamband Íslands hafa í samstarfi unnið fræðslumyndbönd tengd þessu mikilvæga viðfangsefni. Annars vegar er um að ræða grafísk myndbönd með mikilvægum upplýsingum, m.a. um fyrstu viðbrögð, og hins vegar viðtalsmyndbönd þar sem knattspyrnufólkið Heiðrún Sara Guðmundsdóttir og Elfar Árni Aðalsteinsson deila reynslusögum (Viðtalsmyndböndin má sjá á samfélagsmiðlum KSÍ, t.d. hér).
Nánar ...
01.07.2019

Minsk 2019 - Valgarð fánaberi á lokahátíð

Minsk 2019 - Valgarð fánaberi á lokahátíðLokahátíð Evrópuleikanna 2019 fór fram í gærkvöldi, 30. júní, á Dinamo leikvanginum. Dans- og söngatriði lokahátíðarinnar voru glæsileg og fór einnig mögnuð flugeldasýning fram. Valgarð Reinhardsson var fánaberi íslenska hópsins. Valgarð keppti einnig á Evrópuleikunum 2015, þar sem hann stóð sig best í stökki. Valgarð hefur átt góðu gengi að fagna síðastliðin ár. Hann náði þeim sögulega árangri að vera fyrsti íslenski fimleikamaðurinn til að komast í úrslit á stökki þegar hann var fimmti í undanúrslitunum á Evrópumótinu 2018, en alls kepptu 151 keppandi á mótinu. Hann er ríkjandi Íslandsmeistari í fjölþraut, bikarmeistari með félagsliðinu sínu Gerplu og vann til silfurverðlauna á tvíslá á Norðurlandamótinu sumarið 2018. Valgarð hefur mikinn metnað fyrir íþrótt sinni og er glæsileg fyrirmynd yngri iðkenda.
Nánar ...