Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
16

Friðjón B. Friðjónsson, Heiðursfélagi ÍSÍ, látinn

12.07.2019

Friðjón B. Friðjónsson, Heiðursfélagi ÍSÍ, lést á Líknardeild Landspítalans 10. júlí síðastliðinn, á 83. aldursári.

Friðjón sat í stjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands frá 1986 til 2004, sem gjaldkeri sambandsins, en hann vann einnig mikið sjálfboðaliðastarf í stjórnum Knattspyrnufélagsins Vals og Knattspyrnusambands Íslands sem og fjölda annarra ábyrgðarstarfa í þágu íþrótta.

Friðjón hlaut Gullmerki ÍSÍ árið 1982, Heiðurskross ÍSÍ árið 1996 og var svo kjörinn Heiðursfélagi ÍSÍ á 67. Íþróttaþingi ÍSÍ árið 2004. 

Stjórn og starfsfólk ÍSÍ minnist Friðjóns með mikilli hlýju. Hann vann ómetanlegt starf fyrir ÍSÍ og íþróttahreyfinguna á sinn ljúfa og hæverska máta sem einkenndi allt hans starf og viðmót.

ÍSÍ sendir eftirlifandi eiginkonu hans, fjölskyldu og aðstandendum innilegar samúðarkveðjur.

Blessuð sé minning Friðjóns B. Friðjónssonar.