Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
5

EYOF 2019 - Þátttakendur á leið til Bakú

18.07.2019

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF) fer fram í Bakú í Azerbaijan 21. - 27. júlí 2019. Íslenskir þátttakendur halda flestir af stað til Bakú í dag, en handboltahópurinn heldur af stað á morgun. Ferðalagið til Bakú er nokkuð langt en hópurinn flýgur til Kaupmannahafnar í dag, til Istanbúl í Tyrklandi á morgun og síðan þaðan til Bakú sama dag. Vistarverur íslenska hópsins eru þó ekki langt frá flugvellinum í Bakú, eða um 20 mínútur. Þá fá þátttakendur tíma til að koma sér fyrir og hvílast. Daginn eftir, eða kvöldið 21. júlí, fer setningarathöfn hátíðarinnar fram og síðan hefst keppni morguninn 22. júlí. Ísland teflir fram 34 keppendum, 23 strákum og 11 stelpum. 

Höfuðborgin Bakú á sér langa sögu, en góð staðsetning ásamt stöðugleika og gestrisni hefur gert borgina að vinsælum áfangastað í gegnum aldirnar. Eftir að Azerbaídsjan fékk sjálfstæði árið 1991 hefur mikill uppgangur átt sér stað, sérstaklega í Bakú og hafa fjölmörg glæsileg mannvirki verið byggð á síðustu árum. Fyrstu Evrópuleikarnir voru haldnir í borginni árið 2015 og fyrir þá var mikil uppbygging mannvirkja hvort heldur eru umferðarmannvirki eða keppnismannvirki. Mikið af sömu mannvirkjunum eru notuð nú á EYOF.

Tímamismunur á Íslandi og Azerbaidsjan er fjórar klukkustundir.

Á myndasíðu ÍSÍ hér má sjá myndir frá íslenska hópnum.

Vefsíða hátíðarinnar 

Facebook síða hátíðarinnar.