Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

13

EYOF 2019 - Háttvísin ofar öðru

17.07.2019

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar verður haldin í borginni Bakú í Azerbaijan 21. - 27. júlí nk. Fyrsta hátíðin var haldin í Brussel 1991 og hét þá Ólympíudagar æskunnar. ÍSÍ hefur jafnan reynt að senda fríðan hóp ungs fólks á hátíðina og í Brussel 1991 voru þátttakendur 27 úr fjórum íþróttagreinum. Í þetta sinn sendir ÍSÍ 54 þátttakendur, þar af 34 keppendur. Liðsstjórar og þjálfarar fylgja hópnum auk þess sem einn aðili fer sem ungur sendiherra. Þrír íslenskir dómarar munu einnig starfa á leikunum, einn í fimleikum og tveir í handknattleik. Fyrsta árið var eingöngu sumarhátíð en strax 1993 var einnig komið á vetrarhátíð og hefur svo verið síðan þá.

Heiti hátíðarinnar, Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar, vísar í „Fair Play“ eða háttvísi, sem er eitt af megin einkunnarorðum hátíðarinnar. Mikið er lagt upp úr því að þetta sé skemmtun, og þátttakendur kynnist ungu fólki frá öðrum löndum Evrópu. Ekki er lagt upp með að áherslan sé sú sama og á Ólympíuleikum þeirra fullorðnu eða á heimsmeistarakeppnum.

Keppnisgreinar á hátíðinni eru frjálsíþróttir, körfuknattleikur, hjólreiðar, fimleikar, handbolti, júdó, sund, tennis og blak. Að þessu sinni verður einnig keppt í glímu. Keppendur koma frá 50 Evrópuþjóðum og eru þátttakendur um 3.600 talsins.

Myllumerki hátíðarinnar í ár er #ReadyToShine.

Vefsíða hátíðarinnar 

Facebook síða hátíðarinnar.