Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
15

EYOF 2019 - Hátíðin hafin

21.07.2019

Setningarhátíð Ólympíuhátíðar Evrópuæskunnar fór fram í kvöld, sunnudaginn 21. júlí, kl. 20:00 í Kristallshöllinni í Bakú.  Á dagskrá var innganga íþróttamanna með fánabera hvers lands í fararbroddi. Fánaberi Íslands var frjálsíþróttakonan Birna Kristín Kristjánsdóttir.

Kristallshöllin var byggð fyrir úrslit Eurovision söngvakeppninnar sem fram fór í Bakú árið 2012. Sæti eru fyrir 25.000 áhorfendur í höllinni en einungis var hluti hennar notaður fyrir setningarhátíðina. Eldur leikanna var tendraður og fulltrúar íþróttafólks, dómara og þjálfara strengdu drengskaparheit. Gestir ávörpuðu hátíðina auk þess sem boðið var uppá skemmtidagskrá sniðna að þátttakendum hátíðarinnar. Lokaathöfn hátíðarinnar fer fram þann 27. júlí, einnig í Kristalshöllinni. Þar verður slökkt á eldi leikanna, fáni leikanna dreginn niður og afhentur næsta gestgjafa þeirra, en Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar verður haldin í Banská Bystrica í Slóvakíu 2021.

Á meðfylgjandi myndum má sjá nokkrar myndir af íslenskum þátttakendum á leikunum og Birnu Kristínu fánabera.

Myllumerki hátíðarinnar í ár er #ReadyToShine.

Á myndasíðu ÍSÍ hér má sjá myndir frá íslenska hópnum.

Fylgjast má með verðlaunaafhendingum og lokahátíð á vefsíðu EOC hér.

Vefsíða hátíðarinnar 

Facebook síða hátíðarinnar.

Myndir með frétt