Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

23

23.10.2015

Heimsókn ÍSÍ til HSB

Heimsókn ÍSÍ til HSBForseti ÍSÍ, Lárus L. Blöndal, Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ og Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri​ heimsóttu Héraðssamband Bolungarvíkur 22. október síðastliðinn. Þau heimsóttu íþróttahúsið og sundlaugina í Bolungarvík og einnig skoðuðu þau félagsaðstöðuna og knattspyrnuvöllinn.
Nánar ...
23.10.2015

ÍSÍ í heimsókn hjá HSV

ÍSÍ í heimsókn hjá HSVLárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ og Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri ÍSÍ heimsóttu Héraðssamband Vestfjarða​ (HSV) í gær. Í ferðinni voru íþróttamannvirkin í bænum skoðuð undir góðri leiðsögn Guðnýjar Stefaníu Stefánsdóttur formanns HSV, Sigríðar Láru Gunnlaugsdóttur framkvæmdastjóra HSV, Gísla Halldórs Halldórssonar bæjarstjóra, Margrétar Halldórsdóttur ritara íþrótta- og tómstundanefndar, Birnu Jónasdóttur úr stjórn HSV ásamt fulltrúum viðkomandi mannvirkja og íþróttafélaga.
Nánar ...
22.10.2015

Hnefaleikafélag Reykjavíkur fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Hnefaleikafélag Reykjavíkur fyrirmyndarfélag ÍSÍHnefaleikafélag Reykjavíkur fékk viðurkenningu sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ mánudaginn 19. október sl. Það var Sigríður Jónsdóttir ritari framkvæmdastjórnar ÍSÍ og formaður Þróunar- og fræðslusviðs sem afhenti formanni félagsins, Áslaugu Rós Guðmundsdóttur, viðurkenninguna eftir stóra sameiginlega æfingu félagsins í aðstöðu þess að Seljavegi 2.
Nánar ...
19.10.2015

Nýr samningur við Flugfélag Íslands

Nýr samningur við Flugfélag ÍslandsÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Flugfélag Íslands hafa undirritað nýjan samning um afsláttarkjör á innanlandsflugi fyrir íþróttahreyfinguna. Hækkun á fargjöldum fullorðinna frá fyrri samningi er 2 % en þar sem lækkun varð á eldsneytisgjaldinu þá er samtals lítil sem engin hækkun í krónutölum frá fyrri samningi á þessum fargjöldum.
Nánar ...
19.10.2015

Haukur Valtýsson kjörinn formaður UMFÍ

Haukur Valtýsson kjörinn formaður UMFÍHaukur Valtýsson frá Akureyri var kjörinn formaður Ungmennafélags Íslands á þingi þess sem fram fór í Vík í Mýrdal um helgina. Tveir einstaklingar gáfu kost á sér til formennsku en auk Hauks bauð Kristinn Óskar Grétuson sig fram.
Nánar ...
19.10.2015

Vika 43 - Líkar þér við þig?

Árleg forvarnavika er haldin í viku 43, sem núna er dagana 18. - 25. október, þar sem vakin er athygli landsmanna á mikilvægi forvarna gagnvart börnum og unglingum og með hvaða hætti hver og einn geti lagt sitt af mörkum.
Nánar ...
19.10.2015

Helga Guðrún sæmd Gullmerki ÍSÍ

Helga Guðrún sæmd Gullmerki ÍSÍ49. sambandsþing Ungmennafélags Íslands var haldið í Vík í Mýrdal um helgina. Við setningu þingsins var Helga Guðrún Guðjónsdóttir fráfarandi formaður UMFÍ sæmd Gullmerki ÍSÍ fyrir starf sitt í þágu íþróttahreyfingarinnar.
Nánar ...
19.10.2015

Ráðstefna Special Olympics á Íslandi

Ráðstefna Special Olympics á ÍslandiLaugardaginn 24. október verður haldin önnur ráðstefna Special Olympics á Íslandi en fyrsta ráðstefnan var haldin árið 2012. Ráðstefnan hefst kl. 10:30 og stendur til 13:00 og fer fram í Vonarsalnum, Efstaleiti 7.
Nánar ...
15.10.2015

Skólar sem unnu í Norræna skólahlaupinu

Skólar sem unnu í Norræna skólahlaupinuNorræna skólahlaupið var haldið í íslenskum grunnskólum í 32. sinn í ár en með hlaupinu er leitast við að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Nemendur gátu nú sem áður valið á milli þriggja vegalengda í hlaupinu, þ.e. 2,5 km, 5 km eða 10 km. Hver þátttakandi og hver skóli fékk viðurkenningarskjal þar sem greint var frá árangri.
Nánar ...
15.10.2015

Þjálfarastyrkir Verkefnasjóðs ÍSÍ

Stjórn Verkefnasjóðs ÍSÍ tók á dögunum ákvörðun um úthlutun þjálfarastyrkja fyrir árið 2015. Að þessu sinni voru veittir 15 styrkir til þjálfara sem sótt hafa eða munu sækja námskeið eða þekkingu erlendis. Styrkirnir voru ýmist 50.000 eða 100.000 krónur. Umsóknir sem bárust bárust sjóðnum voru 45 talsins. Eftirtaldir hlutu styrki (í stafrófsröð):
Nánar ...