Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
15

12.11.2015

Sigurjón kjörinn varaforseti IPF

Sigurjón kjörinn varaforseti IPFSigurjón Pétursson, formaður Kraftlyftingasambands Íslands, var kjörinn varaforseti IPF, Alþjóða kraftlyftingasambandsins, á ársþingi sambandsins í Lúxemborg 8. nóvember sl. Sigurjón bauð sig fram gegn sitjandi varaforseta og hlaut kosningu með 34 atkvæðum gegn 13.
Nánar ...
09.11.2015

Dagur gegn einelti

Dagurinn 8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu. Í ár verður dagurinn haldinn hátíðlegur í fimmta sinn mánudaginn 9. nóvember til að skólar geti nýtt virkan skóladag til að huga að þessu mikilvæga málefni.
Nánar ...
06.11.2015

Gestir frá Norðurlöndunum í heimsókn

Gestir frá Norðurlöndunum í heimsóknNíu einstaklingar frá íþróttasamböndum Norðurlandanna heimsóttu ÍSÍ í vikunni og var markmið heimsóknarinnar fyrst og fremst að hefja undirbúning að ráðstefnu um íþróttir barna og unglinga sem fram fer í Danmörku árið 2017 en einnig að deila hugmyndum og ræða ýmis málefni sem tengjast íþróttum barna og unglinga.
Nánar ...
05.11.2015

Vetrarólympíuleikar ungmenna #iLoveYOG

Vetrarólympíuleikar ungmenna #iLoveYOGAlþjóðaólympíunefndin hefur hrundið af stað samfélagsmiðlaherferð í tengslum við næstu Vetrarólympíuleika ungmenna með myllumerkinu #iLoveYOG. Vetrarólympíuleikar ungmenna munu fara fram í annað sinn 12. – 21. febrúar 2016 í Lillehammer í Noregi. Eitt stærsta nafnið í vetraríþróttaheiminum, listskautakonan Yuna Kim, eða "Drottningin
Nánar ...
03.11.2015

Issuu síða ÍSÍ

Issuu síða ÍSÍÁ Issuu síðu ÍSÍ má sjá helstu gögn sem ÍSÍ hefur gefið út. Þar má meðal annars finna allar ÍSÍ - Fréttir síðan að blaðið kom fyrst út, árið 2011, Ársskýrslur ÍSÍ frá árinu 2000, alla fræðslubæklinga sem ÍSÍ hefur gefið út og ýmsar skýrslur. Gögnin má einnig finna á vefsíðu ÍSÍ undir "Útgáfa" eða hér.
Nánar ...
03.11.2015

Aðalfundur ANOC í Washington D.C.

Aðalfundur ANOC í Washington D.C.Aðalfundur Heimssambands Ólympíunefnda (ANOC) fór fram í Washington D.C. í Bandaríkjunum síðustu vikuna í október sl. Aðaláhersla ANOC á aðalfundinum voru umbætur og nýsköpun í íþróttahreyfingunni.
Nánar ...
02.11.2015

Haustfjarnám í þjálfaramenntun langt komið

Haustfjarnám í þjálfaramenntun langt komiðHaustfjarnám 1. og 2. stigs ÍSÍ í þjálfaramenntun, almennum hluta sem gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar er nú langt komið. Fjarnámi 2. stigs er í raun lokið en nokkrar vikur eru eftir af fjarnámi 1. stigs. Rúmlega 30 nemendur eru í þessu námi og koma frá fjölmörgum íþróttagreinum
Nánar ...
30.10.2015

ANOC World Beach Games í San Diego 2017

ANOC World Beach Games í San Diego 2017Fyrstu ANOC World Beach Games verða haldnir í San Diego í Bandaríkjunum árið 2017. Heimssamband Ólympíunefnda (ANOC) stendur fyrir leikunum. Forseti ANOC, Sheikh Ahmad Al-Fahad Al-Sabah, hefur barist fyrir tilveru leikanna frá því hann var kosinn.
Nánar ...
27.10.2015

Paralympic - dagurinn

Paralympic - dagurinnParalympic - dagurinn er stórskemmtilegur kynningardagur á íþróttum fatlaðra á Íslandi. Viðburðurinn verður haldinn laugardaginn 31. október nk. frá kl. 14:00-16:00 í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal.
Nánar ...
26.10.2015

Opið fyrir umsóknir í Ferðasjóð íþróttafélaga

Búið er að opna umsóknarsvæði Ferðasjóðs íþróttafélaga. Frestur til að skila inn umsóknum vegna keppnisferða innanlands á fyrirfram ákveðin styrkhæf mót á árinu 2015 rennur út á miðnætti mánudaginn 11. janúar 2016. Öll íþrótta- og ungmennafélög innan vébanda ÍSÍ geta sótt um styrki í sjóðinn.
Nánar ...
26.10.2015

Héraðssambandið Hrafna-Flóki heimsótt

Héraðssambandið Hrafna-Flóki heimsóttForseti ÍSÍ, Lárus L. Blöndal, Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri og Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri funduðu með formanni og fulltrúum úr stjórn Héraðssambandsins Hrafna-Flóka og aðildarfélögum þess fimmtudaginn 22. október síðastliðinn á Fosshótelinu á Patreksfirði. Áður en fundurinn hófst voru helstu íþróttamannvirkin á Patreksfirði skoðuð og m.a. kíkt á æfingu barna í knattspyrnu í íþróttahúsinu.
Nánar ...