Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

23.07.2023 - 29.07.2023

EYOF Maribor 2023

Sumarólympíuhátíð Evrópuæskunnar fer fram í...
26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
3

Aðalfundur ANOC í Washington D.C.

03.11.2015

Aðalfundur Heimssambands Ólympíunefnda (ANOC) fór fram í Washington D.C. í Bandaríkjunum síðustu vikuna í október sl. Aðaláhersla ANOC á aðalfundinum voru umbætur og nýsköpun í íþróttahreyfingunni.

Á fundinum voru forseti Heimssambands Ólympíunefnda, Sheikh Ahmad Al-Fahad Al-Sabah, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC), Thomas Bach, varaforseti Bandaríkjanna, Joe Biden, og borgarstjóri Washington D.C., Muriel Bowser. Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ var fulltrúi ÍSÍ á fundinum.

Forseti ANOC, Sheikh Ahmad, lýsti yfir fullum stuðningi sínum við bæði Stefnu Ólympíuleikanna 2020 og þá tillögu sem fram hefur komið nýlega að koma á fót sjálfstæðu lyfjakerfi. Á fundinum var einnig einróma samþykki um að fyrstu ANOC World Beach Games yrðu haldnir í San Diego árið 2017.

Aðalfundur ANOC mun nú fara fram árlega, en á fundinum hittast fulltrúar Ólympíusambanda hverrar þjóðar og ræða lykilatriði íþróttahreyfingarinnar. Næsti aðalfundur fer fram í Qatar í nóvember 2016.

Myndir með frétt