Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
19

Haukur Valtýsson kjörinn formaður UMFÍ

19.10.2015

Haukur Valtýsson frá Akureyri var kjörinn formaður Ungmennafélags Íslands á þingi þess sem fram fór í Vík í Mýrdal um helgina. Tveir einstaklingar gáfu kost á sér til formennsku en auk Hauks bauð Kristinn Óskar Grétuson sig fram. 107 þingfulltrúar tóku þátt í kjörinu og fékk Haukur 99 atkvæði. Haukur tekur við formennsku af Helgu Guðrúnu Guðjónsdóttur sem gegnt hefur embætti formanns UMFÍ í átta ár. Haukur gegndi áður embætti varaformanns UMFÍ.

Stjórn og starfsfólk ÍSÍ óskar Hauki til hamingju með kjörið og væntir góðs samstarfs við hann og nýja stjórn UMFÍ.  Helgu Guðrúnu er óskað allra heilla og þakkað fyrir gott samstarf í gegnum árin.

Í nýrri stjórn UMFÍ sitja til næstu tveggja ára:  Örn Guðnason, Hrönn Jónsdóttir, Ragnheiður Högnadóttir, Helga Jóhannesdóttir, Gunnar Gunnarsson og Björn Grétar Baldursson.
Í varastjórn eru Sigurður Óskar Jónsson, Þorgeir Örn Tryggvason, Guðmundur Sigurbergsson og Kristinn Óskar Grétuson.

Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ.