Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

23.03.2023 - 23.03.2023

Ársþing HSK 2023

Ársþing Héraðsambandsins Skarphéðins (HSK)...
23

Vika 43 - Líkar þér við þig?

19.10.2015

Árleg forvarnavika er haldin í viku 43, sem núna er dagana 18. - 25. október, þar sem vakin er athygli landsmanna á mikilvægi forvarna gagnvart börnum og unglingum og með hvaða hætti hver og einn geti lagt sitt af mörkum.

ÍSÍ er einn af 25 aðilum í samstarfsráði félagasamtaka í forvörnum (SAFF) en í ár munu félagasamtökin vekja athygli á mikilvægi þess að allir hjálpist að við að styrkja jákvæða sjálfsmynd fólks á öllum aldri; í vinnunni, í fjölmiðlum, í skólanum og heima við. Áður en þú biður um „like“ frá öðrum hver er „skoðun þín á þér?“ Hvar mótast sjálfsmyndin og hvað hefur áhrif?  

Í vikunni verður höfðað til þeirra fjölmörgu sem hafa möguleika á að skapa börnum og ungmennum forsendur til mótunar jákvæðrar sjálfsmyndar og þar gegnir íþróttaiðkun veigamiklu hlutverki eins og fjölmargar rannsóknir hafa sýnt.

Hægt er að fá upplýsingar um verkefni og viðburði í tengslum við Viku 43 á vefsíðu v43 og á facebook síðu verkefnisins.