Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27.05.2024 - 27.05.2024

Ársþing ÍRB 2024

Ársþing Íþróttabandalags Reykjanesbæjar (ÍRB)...
25

Jóhann Másson endurkjörinn formaður JSÍ

20.10.2015

Ársþing Júdósambands Íslands var haldið 15. október síðastliðinn í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Jóhann Másson var endurkjörinn formaður JSÍ til næstu tveggja ára. Aðrir sem kosnir voru í aðalstjórn til tveggja ára (2015-2017) eru Birkir Hrafn Jóakimsson, Jón Hlíðar Guðjónsson og Kristján Daðason. Að auki eru í aðalstjórn þeir Bjarni Ásgeir Friðriksson, Björn Halldórsson og Hans Rúnar Snorrason en þeir voru kosnir fyrir tímabilið 2014-2016. Varamenn til eins árs voru kosin þau Hjördís Ólafsdóttir, Anna Víkingsdóttir og Björn Sigurðarson. Skoðunarmaður sambandsins eru Runólfur  Gunnlaugsson og Gísli Jón Magnússon til vara. Á þinginu var m.a. samþykkt afreksstefna sambandsins.

Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri ÍSÍ.