Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
15

15.12.2016

Stefán Geir Þórisson skipaður í Alþjóðlega íþróttadómstólinn

Stefán Geir Þórisson skipaður í Alþjóðlega íþróttadómstólinnFöstudaginn 9. desember sl. var Stefán Geir Þórisson hæstaréttarlögmaður skipaður dómari í Alþjóðlega íþróttadómstólinn (Court of Arbitration for Sport, skammstafað CAS). Tilnefningin gildir frá 1. janúar 2017 og er til 4 ára. Stefán hefur setið í Samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ frá árinu 2007 og í stjórn KSÍ 2007-2009.
Nánar ...
15.12.2016

Áhugavert efni á Ólympíustöðinni

Áhugavert efni á ÓlympíustöðinniÓlympíustöðin er ókeypis vettvangur sem sýnir beint frá íþróttaviðburðum, er með nýjustu fréttir og býður upp á útsendingar tileinkaðar íþróttum og íþróttamönnum allt árið um kring. Stöðin leggur áherslu á afreksíþróttamenn og þeirra leið að meiri árangri. Að auki er hægt að skrá sig sem notanda að Ólympíustöðinni. Því fylgir persónulegri reynsla, þar sem skráðir notendur geta fylgst með uppáhalds íþróttamönnum sínum, liðum, íþróttum og löndum. Umhverfið á síðunni býður einnig upp á að deila efni á samfélagsmiðla og hvetur notendur til að hafa aukin samskipti við Ólympíuhreyfinguna. Á Ólympíustöðinni geta aðdáendur upplifað kraft íþróttanna og Ólympíuhreyfingarinnar allt árið, hvar sem er og hvenær sem er.
Nánar ...
13.12.2016

Úthlutun úr Styrktarsjóði Íslandsbanka og ÍSÍ

Úthlutun úr Styrktarsjóði Íslandsbanka og ÍSÍSjóðsstjórn, skipuð þeim Helgu H. Magnúsdóttur, Elsu Nielsen og Kristínu Rós Hákonardóttur hefur farið yfir umsóknir vegna úthlutunar úr Styrktarsjóði Íslandsbanka og ÍSÍ fyrir árið 2016. Umsóknir um styrk voru að þessu sinni 81 talsins.​
Nánar ...
12.12.2016

Lokahluti skýrslu WADA kominn út

Þann 9. desember kom út lokahluti McLaren-skýrslunnar um lyfjam­is­notk­un íþrótta­fólks í Rússlandi, en Rich­ard McLar­en höf­und­ur skýrsl­unn­ar var ráðinn af Alþjóðalyfja­eft­ir­lit­sstofnuninni (WADA) til verks­ins. Fyrri hluti skýrslunnar kom út í júlí sl. Í nýju skýrslunni seg­ir að yfir 1.000 Rúss­ar hafi með aðstoð ríkisins nýtt sér efni á bannlista WADA til að auka ár­ang­ur sinn í íþróttum á ár­un­um 2011-2015. Ljóst er að íþrótta­fólkið notaði bönnuð efni samkvæmt rík­is­styrktri áætl­un. Fjór­ir verðlauna­haf­ar frá Vetr­arólymp­íu­leik­un­um í Sochi 2014 og fimm verðlaunahafar frá Ólymp­íu­leik­un­um í London 2012 eru þeirra á meðal.
Nánar ...
09.12.2016

Illugi Gunnarsson og Ómar Einarsson sæmdir Gullmerki ÍSÍ

Illugi Gunnarsson og Ómar Einarsson sæmdir Gullmerki ÍSÍFramkvæmdastjórn ÍSÍ samþykkti á fundi sínum í gær, 8. desember, að sæma Illuga Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og Ómar Einarsson framkvæmdastjóra Íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar Gullmerki ÍSÍ fyrir þeirra góðu störf í þágu íþróttahreyfingarinnar.​
Nánar ...
06.12.2016

Samstarfssamningar Almenningsíþróttasviðs

Samstarfssamningar AlmenningsíþróttasviðsSjóvá Kvennahlaup ÍSÍ verður haldið í 28. sinn þann 18. júní 2017. Undirbúningur fyrir hlaupið er kominn á fullt og á dögunum var undirritaður samstarfssamningur við Beiersdorf og Morgunblaðið vegna aðkomu þeirra að Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ.
Nánar ...
05.12.2016

5. desember - Dagur sjálfboðaliðans

5. desember - Dagur sjálfboðaliðansÁrlega er 5. desember helgaður sjálfboðaliðum um heim allan. Íþróttahreyfingin á Íslandi er rík af sjálfboðaliðum sem bera uppi starf hreyfingarinnar og sinna mikilvægum verkefnum öllum stundum til að íþróttalífið megi blómstra og dafna í landinu. Án þeirra væri engin íþróttahreyfing.
Nánar ...
05.12.2016

Afmælishóf SÍÓ 4. desember

Samtök íslenskra Ólympíufara stóðu fyrir afmælishófi fyrir Ólympíufara og þátttakendur á Ólympíuleikum þann 4. desember. Heiðursgestur var Guðni Th Jóhannesson forseti Íslands.
Nánar ...