Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.09.2024 - 12.09.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
10

Lokahluti skýrslu WADA kominn út

12.12.2016

Þann 9. desember kom út lokahluti McLaren-skýrslunnar um lyfjam­is­notk­un íþrótta­fólks í Rússlandi, en Rich­ard McLar­en höf­und­ur skýrsl­unn­ar var ráðinn af Alþjóðalyfja­eft­ir­lit­sstofnuninni (WADA) til verks­ins. Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunin gaf út yfirlýsingu samdægurs þar sem hún staðfestir niðurstöðu McLaren. Fyrri hluti skýrslunnar kom út í júlí sl. Í nýju skýrslunni seg­ir að yfir 1.000 Rúss­ar hafi með aðstoð ríkisins nýtt sér efni á bannlista WADA til að auka ár­ang­ur sinn í íþróttum á ár­un­um 2011-2015. Ljóst er að íþrótta­fólkið notaði bönnuð efni samkvæmt rík­is­styrktri áætl­un. Fjór­ir verðlauna­haf­ar frá Vetr­arólymp­íu­leik­un­um í Sochi 2014 og fimm verðlaunahafar frá Ólymp­íu­leik­un­um í London 2012 eru þeirra á meðal.

McLaren seg­ir í skýrslunni að um sé að ræða lyfjam­is­notk­un­ af stærðargráðu sem ekki áður hefur þekkst. Ljóst er að um eins konar stofnun hafi verið að ræða, sem vann að því að búa til verðlauna­hafa, og mikið var lagt upp úr því að halda öllu leyndu. Í skýrsl­unni kemur einnig fram að síðan hneykslið kom upp hafi lyfjaeftirliti Rússa verið breytt og að þeir séu að reyna að bregðast við með auknu ­eft­ir­liti.