Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
16

Stefán Geir Þórisson skipaður í Alþjóðlega íþróttadómstólinn

15.12.2016

Föstudaginn 9. desember sl. var Stefán Geir Þórisson hæstaréttarlögmaður skipaður dómari í Alþjóðlega íþróttadómstólinn (Court of Arbitration for Sport, skammstafað CAS). Tilnefningin gildir frá 1. janúar 2017 og er til 4 ára. Stefán hefur setið í Samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ frá árinu 2007 og í stjórn KSÍ 2007-2009.
Alþjóðlegi íþróttadómstóllinn er alþjóðlegur gerðardómur með höfuðstöðvar í Lausanne í Sviss. CAS er sjálfstæður dómstóll og er æðsta dómsstig sem fjallar um lögfræðileg álitaefni og ágreining á sviði íþrótta á heimsvísu. Dómstóllinn er þannig í mörgum tilvikum lokadómsstig ákvarðana og úrskurða innan íþróttahreyfingarinnar.
Dómstóllinn fjallar um refsiákvarðanir sem íþróttamenn, íþróttafélög og stjórnendur innan íþróttahreyfingarinnar eru beittir. Ákvörðunum Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar (WADA) er hægt að áfrýja til dómstólsins. Dómstóllinn fjallar einnig um ýmiskonar viðskiptaágreining sem tengist íþróttum s.s. ágreining vegna styrktarsamninga, sjónvarpsréttarsamninga, auglýsingasamninga og vinnusamninga atvinnumanna í íþróttum auk samninga um félagaskipti.
Dómstóllinn rek
ur skrifstofur í Sydney í Ástralíu og New York í Bandaríkjunum.

Skipanin er mikil viðurkenning fyrir Stefán Geir og ekki síður fyrir Ísland en Stefán er fyrsti Íslendingurinn sem skipaður er dómari við dómstólinn. ÍSÍ óskar Stefáni Geir innilega til hamingju með nýja embættið.