Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20

04.10.2017

Alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn er í dag

Alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn er í dagÍ dag er 4. október og það er alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn um allan heim og markar sá dagur leiðarlok verkefnisins hér á Íslandi þetta árið. Alls tóku 70 grunnskólar þátt og er það aukning miðað við árið áður þegar að 67 skólar voru með. Fjöldamörg fræðsluverkefni, þemadagar og viðburður áttu sér stað í grunnskólum víðsvegar um landið og vonandi hefur sú vitundarvakning bæði verið til gagns og gamans.
Nánar ...
03.10.2017

Í heimsókn hjá HSS

Í heimsókn hjá HSSÁ starfssvæði Héraðssambands Strandamanna (HSS) er ýmislegt áhugavert að skoða, eins og forseti ÍSÍ og föruneyti upplifðu í heimsókn sinni hjá sambandinu 26. september sl. Hópurinn hitti fulltrúa HSS í golfskála Golfklúbbs Hólmavíkur þar sem farið var yfir starfsemi klúbbsins og uppbyggingu svæðisins.
Nánar ...
02.10.2017

Forvarnardagurinn 2017

Forvarnardagurinn 2017Í morgun fór fram kynningar- og blaðamannafundur forseta Íslands í tilefni af Forvarnardeginum 2017 sem haldinn verður nk. miðvikudag 4. október. Blaðamannafundurinn fór fram í Kelduskóla- Vík. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands er einn af samstarfsaðilum dagsins.
Nánar ...
02.10.2017

Heimsókn forseta ÍSÍ til UDN

Heimsókn forseta ÍSÍ til UDNForseti ÍSÍ, Lárus L. Blöndal, heimsótti starfssvæði Ungmennasambands Dalamanna og N-Breiðfirðinga (UDN) þriðjudaginn 26. september sl. ásamt Sigríði Jónsdóttur varaforseta ÍSÍ, Hafsteini Pálssyni ritara ÍSÍ, Líneyju Rut Halldórsdóttur framkvæmdastjóra og Höllu Kjartansdóttur skrifstofustjóra.
Nánar ...
02.10.2017

Tvö ár í Strandarleikana í San Diego

Tvö ár í Strandarleikana í San DiegoÁ leikunum mun fara fram keppni í 22 íþróttagreinum og koma þátttakendur frá 200 löndum. Íþróttagreinarnar sem keppt verður í eru meðal annarra hjólabretti, brimbretti og íþróttaklifur.
Nánar ...
28.09.2017

Heimsókn forseta ÍSÍ til HSH

Heimsókn forseta ÍSÍ til HSHForseti ÍSÍ, Lárus L. Blöndal, og föruneyti heimsóttu starfssvæði Héraðssambands Snæfellsness og Hnappadalssýslu 26. september sl. Heimsóknin hófst í Laugargerðisskóla þar sem Harpa Jónsdóttir formaður Íþróttafélags Miklaholtshrepps og Sigurður Jónsson kennari í Laugargerðisskóla tóku á móti hópnum.
Nánar ...
28.09.2017

Íþróttavika Evrópu #BeActive

Íþróttavika Evrópu #BeActiveFjölmargir viðburðir eru á dagskrá Íþróttaviku Evrópu og einn þeirra er hjólaferð um Öskjuhlíð og Fossvogsdal laugardaginn 30. september kl.12:00 í boði Hjólreiðafélags Reykjavíkur. Mæting er við vatnsbrunninn við ylströndina í Nauthólsvík og hægt verður að velja um tvær hjólaleiðir. Félagar úr Hjólreiðafélagi Reykjavíkur munu fara yfir helstu atriði þess sem þarf við hjólreiðar og annast leiðsögn á leiðinni. Ókeypis er á viðburðinn og eru allir velkomnir. ÍSÍ hvetur alla til að mæta og vera virk.
Nánar ...