Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.09.2024 - 12.09.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
10

Íþróttavika Evrópu #BeActive

28.09.2017

Fjölmargir viðburðir eru á dagskrá Íþróttaviku Evrópu og einn þeirra er hjólaferð um Öskjuhlíð og Fossvogsdal laugardaginn 30. september kl.12:00 í boði Hjólreiðafélags Reykjavíkur. Mæting er við vatnsbrunninn við ylströndina í Nauthólsvík og hægt verður að velja um tvær hjólaleiðir. Félagar úr Hjólreiðafélagi Reykjavíkur munu fara yfir helstu atriði þess sem þarf við hjólreiðar og annast leiðsögn á leiðinni. Ókeypis er á viðburðinn og eru allir velkomnir. ÍSÍ hvetur alla til að mæta og vera virk.

Hægt er að kynna sér á Íþróttaviku Evrópu á Íslandi á vefsíðu BeActive og Facebook-síðu. Íþróttaviku Evrópu lýkur þann 30. september, en vikan verður haldin hátíðleg um alla Evrópu aftur að ári liðnu.

Það styttist einnig í lok Hjólum í skólann en lokadagur er á hinum alþjóðlega Göngum í skólann degi þann 4. október næstkomandi. Enn er tími fyrir framhaldsskóla til að skrá sig og taka þátt í að virkja nemendur sína til hollrar hreyfingar og að nýta sér virkan ferðamáta. Á vefsíðu Hjólum í skólann verður fjallað nánar um það sem skólarnir tóku sér fyrir hendur á meðan á verkefninu stóð og vonandi taka sem flestir framhaldsskólar þátt áður en yfir lýkur.

Vefsíðu Hjólum í skólann má sjá hér.