Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

23.08.2020 - 23.08.2020

Ársþing KLÍ 2020

Ársþing Keilusambands Íslands verður haldið í...
26.08.2020 - 26.08.2020

Ársþing BSÍ

Ársþing Badmintonsambands Íslands verður...
7

07.08.2020

ÍSÍ fagnar fjölbreytileikanum

ÍSÍ fagnar fjölbreytileikanumHinsegin dagar fara fram um þessar mundir og ÍSÍ fagnar hátíðinni, mannréttinda- og menningarhátíð sem fagnar sýnileika og baráttu hinsegin fólks á Íslandi. ÍSÍ beitir sér gegn hvers kyns mismunun og ofbeldi í íþróttum, hvort sem um er að ræða mismunun vegna kynþáttar, trúarbragða, stjórnmálaskoðana, kynferðis, kynhneigðar eða af öðrum toga. Íþróttir eru fyrir alla og allir eiga að hafa tækifæri til að þroskast og eflast í fjölbreyttu og aðgengilegu íþróttastarfi. Mikilvægt er fyrir íþróttahreyfinguna að huga vel að aðgengi að íþróttastarfi og taka vel á móti öllum.
Nánar ...
05.08.2020

Guðmunda nýr framkvæmdastjóri ÍA

Guðmunda nýr framkvæmdastjóri ÍAGuðmunda Ólafsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Akraness í stað Hildar Karenar Aðalsteinsdóttur sem hverfur til annarra starfa. Guðmunda kemur til starfa frá Íþróttafélagi Reykjavíkur þar sem hún var verkefnastjóri / framkvæmdastjóri tímabundið en áður starfaði hún sem fjármálastjóri hjá Iðnvélum og sem framkvæmdastjóri Next á Íslandi. Guðmunda hefur lokið MBA gráðu frá Háskóla Íslands á sviði nýsköpunar og stjórnunar.
Nánar ...
05.08.2020

Enn opið fyrir umsóknir um að gerast ungur sendiherra á EYOWF 2021

Enn opið fyrir umsóknir um að gerast ungur sendiherra á EYOWF 2021Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands auglýsir eftir umsækjendum á aldrinum 18-25 ára sem vilja gerast ungir sendiherrar í tengslum við Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fram fer í Vuokatti í Finnlandi 6.-13. febrúar 2021. Leikarnir eru haldnir á tveggja ára fresti af Evrópsku Ólympíunefndunum EOC.
Nánar ...
04.08.2020

Leiðbeiningar um notkun á hlífðargrímum

Leiðbeiningar um notkun á hlífðargrímumÍSÍ vekur athygli á því að frá 31. júlí er aftur regla að halda 2 metra fjarlægð. Við aðstæður þar sem ekki er hægt að hafa tveggja metra fjarlægð á að nota hlífðargrímu sem hylur munn og nef.
Nánar ...
04.08.2020

Mótun ungra íþróttaiðkenda

Mótun ungra íþróttaiðkendaÍSÍ vekur athygli á mjög áhugaverðum viðburði á vegum Fjarmeðferðar sem er fyrir þjálfara og aðra sem vinna að mótun ungra íþróttaiðkenda. Dagana 28. og 29. ágúst nk. verður haldið eins dags námskeið í Reykjavík og Akureyri um þroska og þróun ungra íþróttaiðkenda og þá þætti sem geta haft áhrif á íþróttaferil þeirra undir yfirskriftinni „Keeping the youth athlete on track“
Nánar ...
01.08.2020

Gagnlegar upplýsingar KSÍ um COVID

Gagnlegar upplýsingar KSÍ um COVID Á heimasíðu KSÍ er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar varðandi COVID-19 vírusinn og knattspyrnuhreyfinguna og eru þær uppfærðar reglubundið, í takt við nýjar útgefnar reglur heilbrigðisyfirvalda.
Nánar ...
31.07.2020

Breyting á takmörkun á samkomum og nálægðartakmörkun

Breyting á takmörkun á samkomum og nálægðartakmörkunÁ hádegi í dag, 31. júlí, tók gildi ný auglýsing heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar og er gildistími hennar til 13. ágúst næstkomandi. Markmið breytinganna sem nú taka gildi er að hægja eins og unnt er á útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins, sem því miður er nú aftur í vexti hér á landi.
Nánar ...
27.07.2020

Ásdís með netnámskeið

Ásdís með netnámskeiðAfreksskólinn er netnámskeið sem spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir Annerud er að undirbúa til þess að hjálpa fólki að hámarka sinn íþróttaárangur.
Nánar ...