Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

04.02.2022 - 16.02.2018

Peking 2022

Vetrarólympíuleikar fara fram í Peking í Kína...
19

17.01.2022

Engir almennir áhorfendur á ÓL í Peking

Engir almennir áhorfendur á ÓL í PekingÍ dag var tilkynnt að engir almennir áhorfendur verða á Vetrarólympíuleikunum í Peking í Kína nú í febrúar. Þetta er gert til að vernda íþróttafólkið og þátttakendur í leikunum og sporna við frekari kórónuveirusmitum í Kína. Áður hafði verið tilkynnt að engir áhorfendur utan Kína yrðu leyfðir á leikunum.
Nánar ...
14.01.2022

Úthlutun úr Íþróttasjóði 2022

Úthlutun úr Íþróttasjóði 2022Samkvæmt frétt á heimasíðu Rannís þá hefur Íþróttanefnd ríkisins ákveðið að úthluta 22.990.000,- úr Íþróttasjóði til 79 verkefna fyrir árið 2022. Nefndinni bárust alls 132 umsóknir að upphæð rúmlega 291 milljón króna um styrki úr sjóðnum.
Nánar ...
12.01.2022

ÍSÍ auglýsir eftir liðsauka fyrir EYOF í Vuokatti

ÍSÍ auglýsir eftir liðsauka fyrir EYOF í VuokattiÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands auglýsir eftir aðila á aldrinum 20 til 25 ára sem brennur fyrir íþróttum og hefur áhuga á að verða hluti af íslenska hópnum sem fer á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Vuokatti í Finnlandi 19. til 26. mars 2022
Nánar ...
07.01.2022

Íþróttamaður USVH 2021

Íþróttamaður USVH 2021Dagbjört Dögg Karlsdóttir körfuknattleikskona, var kjörin Íþróttamaður USVH 2021. Liðið hennar, Valur, varð Íslands- og deildarmeistari á síðasta tímabili. Dagbjört Dögg var valin varnarmaður ársins í úrvalsdeild kvenna seinasta vor og hún er byrjunarliðsmaður í A landsliði Íslands í körfuknattleik.
Nánar ...
07.01.2022

Íþróttafólk ÍRB 2021

Íþróttafólk ÍRB 2021Kjöri á íþróttafólki Reykjanesbæjar 2021 var lýst í útsendingu á fésbókarsíðu Víkurfrétta á gamlársdag. Hlutskörpust voru kraftlyftingakonan Elsa Pálsdóttir og körfuknattleiksmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson.
Nánar ...
31.12.2021

Gleðilegt nýtt ár!

Gleðilegt nýtt ár!Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands óskar sambandsaðilum sínum, aðildarfélögum þeirra sem og landsmönnum öllum, gleðilegs árs!
Nánar ...
29.12.2021

Íþróttamaður ársins 2021

Íþróttamaður ársins 2021Samtök íþróttafréttamanna tilkynntu í kvöld, í beinni útsendingu á RÚV, niðurstöðu í kjöri íþróttafréttamanna um Íþróttamann ársins 2021. Samtökin hafa staðið fyrir kjörinu frá 1956 og í ár voru það 29 íþróttafréttamenn í fullu starfi frá átta fjölmiðlum sem greiddu atkvæði.
Nánar ...
29.12.2021

Einar Vilhjálmsson útnefndur í Heiðurshöll ÍSÍ

Einar Vilhjálmsson útnefndur í Heiðurshöll ÍSÍinar Vilhjálmsson frjálsíþróttamaður var í kvöld tuttugasti og þriðji einstaklingurinn sem er útnefndur í Heiðurshöll ÍSÍ. Framkvæmdastjórn ÍSÍ samþykkti útnefninguna einróma á fundi sínum 2. desember sl. Afhending viðurkenningarinnar fór fram í beinni útsendingu RÚV þar sem úrslit úr kjöri Samtaka íþróttafréttamanna um Íþróttamann ársins 2021 voru tilkynnt.
Nánar ...