Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
21

11.11.2018

Ellert B. Schram heiðraður af EOC

Ellert B. Schram heiðraður af EOCFramkvæmdastjórn Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC) samþykkti einróma á stjórnarfundi sínum að sæma Ellert B. Schram Heiðursforseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands heiðursviðurkenningunni EOC Laurel Award – lárviðarsveig EOC.
Nánar ...
09.11.2018

Körfuknattleiksdeild Tindastóls fyrirmyndardeild ÍSÍ

Körfuknattleiksdeild Tindastóls fyrirmyndardeild ÍSÍKörfuknattleiksdeild Tindastóls fékk endurnýjun viðurkenningar deildarinnar sem fyrirmyndardeild ÍSÍ fimmtudaginn 8. nóvember síðastliðinn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Viðurkenningin var afhent í hálfleik í æsispennandi leik Tindastóls og Grindavíkur í úrvalsdeild karla. Það var Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri sem afhenti formanni deildarinnar Ingólfi Jóni Geirssyni viðurkenninguna. Á myndunum eru þeir Viðar og Ingólfur Jón ásamt hluta iðkenda í 10. flokki kvenna sem voru formanninum til stuðnings við móttöku viðurkenningarinnar.
Nánar ...
08.11.2018

Dagur gegn einelti

Dagur gegn eineltiDagurinn 8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu. Í ár verður dagurinn haldinn í áttunda sinn.
Nánar ...
05.11.2018

Nikolay skipaður varaforseti Evrópska skylmingasambandsins

Nikolay skipaður varaforseti Evrópska skylmingasambandsinsNikolay Ivanov Mateev, formaður Skylmingasambands Íslands, var skipaður varaforseti Evrópska skylmingasambandsins á dögunum. Nikolay hefur verið potturinn og pannan í skylmingaíþróttinni hér á landi um langt árabil. Hann var lengi framkvæmdastjóri Skylmingasambandsins og var kjörinn formaður sambandsins árið 2016.
Nánar ...
05.11.2018

Líney Rut leiðir vinnuhóp um Ólympíuakademíur

Líney Rut leiðir vinnuhóp um ÓlympíuakademíurÞann 26. október sl. fór fram fundur vinnuhóps um Ólympíuakademíur í höfuðstöðvum Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC) í Róm. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ sem situr í framkvæmdastjórn EOC leiðir vinnuhópinn ásamt formanni hópsins, Gudrun Doll-Tepper frá Þýskalandi. Vinnuhópurinn var stofnaður fyrr á þessu ári og er honum fyrst og fremst ætlað að leiðbeina EOC um menntamál og menningarstarfsemi. Á fundinum gaf formaður hópsins skýrslu um stofnun Evrópusambands Ólympíuakademía (EOA) sem fór fram þann 20. september sl. í Ljubljana í Slóveníu. Rætt var um vinnuáætlun hópsins og samvinnu við EOC og EOA. Hópurinn ætlar að hittast næst í tengslum við aðalfund Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC) í Marbella á Spáni á fundi sem kallast „Umhverfi og íþróttir fyrir alla“. Þar munu allir formenn nefnda EOC og vinnuhópar fara yfir þau störf sem þeir hafa unnið og áætlanir hópanna í framtíðinni.
Nánar ...
02.11.2018

Frábær ráðstefna um jákvæða íþróttamenningu

Frábær ráðstefna um jákvæða íþróttamenninguUppselt var á ráðstefnuna „Jákvæð íþróttamenning“ sem haldin var í Háskólanum í Reykjavík í dag. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Ungmennafélag Íslands héldu ráðstefnuna í samvinnu við Háskólann í Reykjavík undir merkjum verkefnisins Sýnum karakter sem ÍSÍ og UMFÍ standa saman að. Áherslan á ráðstefnunni var á félagslegar og sálrænar hliðar íþrótta og rætt var um leiðir til að byggja upp jákvæða menningu í íþróttastarfinu. Ráðstefnugestir komu víða að og var fjöldi gesta frá Neskaupstað, Ísafirði, úr Dölunum, Keflavík og víðar sem gerði sér ferð til að fræðast og ræða saman um það hvernig hægt er að gera gott starf enn betra.
Nánar ...
02.11.2018

Uppselt á íþróttaráðstefnu ÍSÍ og UMFÍ

Uppselt á íþróttaráðstefnu ÍSÍ og UMFÍ„Það er frábært að sjá hvað þjálfarar, fólk í stjórnum íþróttafélaga og íþróttafólk sýnir ráðstefnunni mikinn áhuga. Það sýnir að við erum á réttri leið og fólk vill fræðast um og innleiða jákvæða menningu í íþróttum. Alltaf er hægt að bæta gott starf,“ segir Ragnhildur Skúladóttir, sviðsstjóri Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ.
Nánar ...