Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

23.07.2023 - 29.07.2023

EYOF Maribor 2023

Sumarólympíuhátíð Evrópuæskunnar fer fram í...
26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
3

Dagur gegn einelti

08.11.2018

Dagurinn 8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu. Í ár verður dagurinn haldinn í áttunda sinn.

Í þjóðarsáttmála sem undirritaður var þann 8. nóvember 2011 segir: „Við ætlum að vera góð fyrirmynd og leggja okkar af mörkum til þess að vinna bug á því samfélagslega böli sem einelti er“. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands undirritaði á sínum tíma þennan sáttmála. 

Einelti og hvers kyns ofbeldi getur átt sér stað nánast hvar og hvenær sem er og þar af leiðandi einnig innan íþróttahreyfingarinnar.
Áhrifaríkasta tækið sem íþróttafélag hefur yfir að ráða gegn slíku eru iðkendurnir sjálfir. Þó að meirihluti þeirra eigi ekki beina aðild að einelti/ofbeldi veit þessi hópur oft af slíku löngu áður en hinir fullorðnu fá vitneskju um það. Mikilvægt er að íþróttafélaginu takist að virkja þennan hóp „hlutlausra áhorfenda” til að taka afstöðu gegn einelti/ofbeldi í verki og tilkynna til forráðamanna íþróttafélags eða starfsfólks íþróttamannvirkisins ef þeir verða varir við eða vitni að slíku. Mikilvægt er að trúnaður ríki milli barna og fullorðinna og að nafnleynd sé virt. Æskilegt væri að veita starfsfólki íþróttafélagsins þjálfun í að þekkja einkenni eineltis/ofbeldis.

Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands gaf út bækling árið 2013 sem ber heitið Aðgerðaráætlun gegn einelti og annarri óæskilegri hegðun og má finna hann hér, en þar má finna upplýsingar um fyrirbyggjandi aðgerðir, skilgreiningu og helstu birtingarmyndir eineltis.