Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
15

21.09.2020

Jákvæðir þátttakendur á stjórnendanámskeiði

Jákvæðir þátttakendur á stjórnendanámskeiðiDagana 16.-18. september stóð ÍSÍ fyrir stjórnendanámskeiði sem fram fór í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Námskeiðið sátu 26 einstaklingar sem vinna í íþróttahreyfingunni. Gunnar Jónatansson stjórnendamarkþjálfi var aðalkennari á námskeiðinu, en aðrir kennarar voru þeir Birkir Smári Guðmundsson lögfræðingur ÍSÍ og Andri Stefánsson sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ sem jafnframt var námskeiðsstjóri. Skipulag námskeiðsins var í höndum starfsmanna Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ.
Nánar ...
21.09.2020

Styrkir úr lýðheilsusjóði

Styrkir úr lýðheilsusjóðiEmbætti landlæknis hefur auglýst lausa til umsóknar styrki úr lýðheilsusjóði árið 2021. Styrkjum úr sjóðnum skal varið til að styrkja lýðheilsustarf og úthlutar heilbrigðisráðherra styrkjunum að fengnum tillögum stjórnar sjóðsins. Umsóknarfrestur er til 15. október næstkomandi.
Nánar ...
19.09.2020

Framhaldsskólar geta sótt um styrk vegna Íþróttaviku Evrópu

Framhaldsskólar geta sótt um styrk vegna Íþróttaviku EvrópuÍ tilefni af Íþróttaviku Evrópu stóð til að hafa ýmislegt í boði fyrir framhaldsskólanema. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu (Covid-19) verður ekki úr því að halda viðburði. Hinsvegar geta framhaldsskólar sótt styrk til ÍSÍ til þess að gera eitthvað heilsueflandi innan skólans. Allir skólastjórnendur og íþróttakennarar framhaldsskóla ættu að hafa fengið sent í tölvupósti upplýsingar um það. Þar að auki verður TikTok dans í gangi þar sem allir eru hvattir til að dansa í tilefni af Íþróttaviku Evrópu og Instagramleikur þar sem allir eru hvattir til þess að hreyfa sig, taka mynd og nota #beactiveiceland. Þeir sem það gera eiga möguleika á að vinna glæsilega vinninga frá Brooks, World Class, Hreysti, Sportvörum og Skautahöllinni.
Nánar ...
18.09.2020

Óvenjulegt héraðsþing HSK tókst vel

Óvenjulegt héraðsþing HSK tókst vel46 manns mættu á 98. héraðsþing Héraðssambands Skarphéðins (HSK) var haldið á Hvolsvelli í gær 18. september. Mælst hafði verið til þess að einn fulltrúi kæmi frá hverju félagi og gekk það eftir. Fámennara héraðsþing hefur ekki verið haldið síðan 1959. Trúlega hefur héraðsþing ekki staðið skemur í sögu sambandsins, en þinghaldið tók klukkutíma og korter, enda var ýmsum hefðbundnum dagskrárliðum sleppt. Þinghaldið gekk vel fyrir sig og vel var hugað að sóttvörnum.
Nánar ...
18.09.2020

Ásdís Hjálmsdóttir með netnámskeið

Ásdís Hjálmsdóttir með netnámskeiðÍSÍ bendir á áhugavert netnámskeið, Afreksskólinn, sem spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir Annerud sér um. Afreksskólanum er ætlað að hjálpa fólki að hámarka sinn íþróttaárangur.
Nánar ...
18.09.2020

ÍSÍ hvetur fólk til þess að hreyfa sig í Íþróttavikunni

ÍSÍ hvetur fólk til þess að hreyfa sig í ÍþróttavikunniÍþróttavika Evrópu fer fram 23. – 30. september næstkomandi í yfir 30 Evrópulöndum. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir verkefninu hér á landi en markmiðið er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings.
Nánar ...
18.09.2020

Síðasti skráningardagur í Þjálfaramenntun ÍSÍ

Síðasti skráningardagur í Þjálfaramenntun ÍSÍHaustfjarnám 1. 2. og 3. stigs Þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst mánudaginn 21. september nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. og 3. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni.
Nánar ...
16.09.2020

Göngum í skólann 2020 - Rimaskóli

Göngum í skólann 2020 - RimaskóliÞað er gaman að fá frásagnir og myndir frá því sem fer fram í grunnskólum landsins í tilefni af Göngum í skólann verkefninu. Nýverið sendi Rimaskóli inn stutta frásögn og mynd með: „Bekkurinn 10. JÓ hefur tekið þátt í Göngum í skólann verkefninu frá upphafi. Nemendur ganga til og frá skóla og að auki fer bekkurinn einu sinni í viku í 40 mínútna göngutúr um hverfið með umsjónarkennara. Þessi göngutúr hefur góð áhrif á geðheilsuna því hreyfingin, útiveran og samræðurnar á leiðinni létta lund“.
Nánar ...
16.09.2020

#Breytumleiknum

#BreytumleiknumHandknattleikssamband Íslands (HSÍ) er farið af stað með átakið #Breytumleiknum, sem miðar að því að bæta ímynd kvennahandboltans, fá fleiri ungar stelpur til að byrja að æfa handbolta og stunda íþróttir lengur. Nánar má lesa um átakið á www.breytumleiknum.is
Nánar ...