Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
18

18.11.2020

Íþróttaboðorðin 10

Íþróttaboðorðin 10Íþróttastarf barna fædd 2005 og síðar verður heimilað á ný í dag 18. nóvember og því ber að fagna. Íþróttir eru vinsælasta tómstundaiðkun barna á Íslandi en rúmlega níu af hverjum tíu börnum stunda íþróttir með íþróttafélagi einhvern tímann á ævinni. Á Íþróttaþingi ÍSÍ 2015 var barna- og unglingastefna ÍSÍ endurskoðuð en hún var fyrst samþykkt á Íþróttaþingi ÍSÍ árið 1996. Í stefnunni er mikil áhersla lögð á að íþróttir eigi að vera fyrir alla, þær þurfi að vera skemmtilegar og að leikurinn spili stóran sess. Barna- og unglingastefnunni til stuðnings voru Íþróttaboðorðin tíu mörkuð.
Nánar ...
16.11.2020

Íðorðasafn um íþróttir

Íðorðasafn um íþróttirÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) hlaut fyrr á árinu styrk úr Málræktarsjóði til að koma upp íðorðasafni um íþróttir. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er miðstöð íðorðastarfs á Íslandi og þar er að finna fjölbreytt fagorðasöfn en ekkert um íþróttir. Úr því er verið að bæta og fékk ÍSÍ til liðs við sig Gísla Ásgeirsson þýðanda, sem býr ekki einungis yfir afburða þekkingu á íslenskri tungu heldur þekkir íþróttahreyfinguna eftir að hafa komið að fjölbreyttum verkefnum innan vébanda ÍSÍ í gegnum tíðina.
Nánar ...
14.11.2020

Íþróttabærinn Akureyri

Íþróttabærinn AkureyriSjónvarpsstöðin N4 hefur hafið sýningar á áhugaverðum íþróttaþætti sem kallast „Íþróttabærinn Akureyri“ þar sem allskonar íþróttir eru skoðaðar út frá aðeins öðruvísi sjónarhorni en tíðkast. Í þessu 19.000 manna bæjarfélagi er í boði að æfa 40 íþróttagreinar. Í fimm þáttum kafa þáttastjórnendur ofan í íþróttalíf bæjarins, hitta fjölskyldur sem æfa allskonar íþróttir út um allar trissur, taka áskoranir við atvinnuíþróttafólk og kynnast íþróttalífi bæjarins á lifandi hátt.
Nánar ...
13.11.2020

Fjárhagsumræða fyrirferðarmikil á Formannafundi ÍSÍ

Fjárhagsumræða fyrirferðarmikil á Formannafundi ÍSÍÁrlegur Formannafundur ÍSÍ var haldinn síðdegis í dag. Fundinn, sem er upplýsingafundur, sitja formenn og framkvæmdastjórar sambandsaðila ÍSÍ ásamt framkvæmdastjórn ÍSÍ og starfsfólki ÍSÍ. Fundurinn var haldinn á Microsoft Teams og var þátttakan frábær eða yfir 100 manns.
Nánar ...
13.11.2020

Breyttar reglur um samkomutakmarkanir frá 18. nóvember

Breyttar reglur um samkomutakmarkanir frá 18. nóvemberHeilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis sem fela í sér varfærnar tilslakanir á gildandi samkomutakmörkunum. Breytingarnar taka gildi 18. nóvember. Þær eru helstar að íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf barna í leik- og grunnskólum verður heimilt á ný.
Nánar ...
13.11.2020

Formannafundur ÍSÍ 2020

Formannafundur ÍSÍ 2020Árlegur Formannafundur ÍSÍ verður haldinn í dag, föstudaginn 13. nóvember. Fundurinn er upplýsingafundur framkvæmdastjórnar ÍSÍ og formanna og framkvæmdastjóra sérsambanda, héraðssambanda og íþróttabandalaga, þar sem framkvæmdastjórn ÍSÍ gefur skýrslu um helstu þætti í starfsemi ÍSÍ og verkefni á milli þinga.
Nánar ...
12.11.2020

Myndræn tölfræði um íþróttastarfið 2019

Myndræn tölfræði um íþróttastarfið 2019ÍSÍ birtir árlega tölfræði úr starfsskýrslum sem íþrótta- og ungmennafélög innan ÍSÍ skila rafrænt á ári hverju í gegnum Felix – félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ um umfang íþróttahreyfingarinnar, kynjaskiptingu, aldursdreifingu, íþróttagreinar og íþróttahéruð. Við birtingu á tölfræðinni er notast við Power BI sem gefur möguleika á gagnvirkri og fjölbreyttari framsetningu á niðurstöðunum. Notandinn getur því unnið með gögnin á annan hátt en áður og skilgreint leit sína betur eftir áhugasviði.
Nánar ...
10.11.2020

Viðræður um næstu skref vegna byggingar þjóðarleikvangs í knattspyrnu

Viðræður um næstu skref vegna byggingar þjóðarleikvangs í knattspyrnu„Það er fagnaðarefni að ríkisstjórnin stígi þetta skref enda orðið brýnt að þoka þessum málaflokki fram á við. Okkar fjölmennustu íþróttagreinar hafa búið við langvarandi aðstöðuleysi fyrir landslið sín og við fögnum hverju skrefi sem færir okkur nær úrlausnum fyrir okkar frábæra íþróttafólk.“
Nánar ...