Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

28

Verum hraust - Hlaðvarp ÍSÍ - Guðlaug Edda

13.11.2020

Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþrautarkona og Íslandsmethafi, stefnir ótrauð á Ólympíuleikana í Tókýó 2021. Guðlaug Edda er annar gestur Verum hraust - Hlaðvarps ÍSÍ.

Eftir þrjú ár í Danmörku þar sem Guðlaug Edda æfði þríþraut með danska landsliðinu ákvað hún að flytja heim til Íslands og æfir hún nú undir leiðsögn Ian O'Brien. Hún hefur keppt í flokki atvinnumanna í heimsbikarkeppni Alþjóðaþríþrautarsambandins frá árinu 2016, hefur einnig keppt í stigakeppnum á vegum Evrópska þríþrautarsambandsins auk þess að keppa í atvinnumannadeildinni í Þýskalandi og Frakklandi.

Í viðtalinu, sem tekið er af Rögnu Ingólfsdóttur, talar Guðlaug Edda um daglegt skipulag afreksíþróttakonu, hugarástand sitt þegar að þreytan sækir á í keppnum, hvernig hún tæklaði það þegar að hún gat ekki synt í sundlaug vegna takmarkana á íþróttastarfi og fleira.

Viðtalið má sjá hér á Youtube-síðu ÍSÍ.

Verum hraust – Hlaðvarp ÍSÍ er aðgengilegt á öllum helstu veitum, Spotify og Apple iTunes. Einnig má hlusta á viðtalið hér fyrir neðan.  

 

Mynd: Ólafur Árdal 2020.