Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
19

Myndræn tölfræði um íþróttastarfið 2019

12.11.2020

ÍSÍ birtir árlega tölfræði úr starfsskýrslum sem íþrótta- og ungmennafélög innan ÍSÍ skila rafrænt á ári hverju í gegnum Felix – félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ um umfang íþróttahreyfingarinnar, kynjaskiptingu, aldursdreifingu, íþróttagreinar og íþróttahéruð. Við birtingu á tölfræðinni er notast við Power BI sem gefur möguleika á gagnvirkri og fjölbreyttari framsetningu á niðurstöðunum. Notandinn getur því unnið með gögnin á annan hátt en áður og skilgreint leit sína betur eftir áhugasviði.

Úrvinnslu tölfræði úr starfsskýrslum sem skilað var rafrænt á árinu 2020 er nú lokið. Um er að ræða gögn um iðkun íþrótta á landsvísu árið 2019. Í nokkrum íþróttahéruðum má sjá fjölgun iðkana á milli ára og má þar nefna 20% aukningu hjá Héraðssambandinu Skarphéðni, 19,2% aukningu hjá Íþróttabandalagi Akraness og 17,1% aukningu hjá Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar. Fjölgun iðkana á milli ára ef litið er til smærri íþróttagreina er mest 27,4% í dansíþróttinni, 19,1% í taekwondo og 16% í skíðaíþróttum. Hjá stærri íþróttagreinunum má nefna 14,6% fjölgun iðkana í körfuknattleik og 7,2% í knattspyrnu.

Sem fyrri ár trónir knattspyrnan á toppnum með flestar iðkanir og næstu íþróttagreinar þar á eftir eru golf og fimleikar.

Áhugasamir geta smellt hér til að fletta í myndrænni tölfræði íþróttahreyfingarinnar.