Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

13

17.08.2017

Afreksþjálfun og markmiðasetning

Afreksþjálfun og markmiðasetningMánudaginn 21. ágúst verður haldinn hádegisfyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík í tilefni af 150 ára afmæli Skotfélags Reykjavíkur. Þar munu margfaldir Ólympíu- og heimsmeistarar í skotíþróttum, þau Niccolo Campriani og Petra Zublasing, halda erindi um ýmsar hliðar skotíþrótta með áherslu á afreksþjálfun og markmiðasetningu.
Nánar ...
16.08.2017

Reykjavíkurmaraþon - Minningarsjóður Ólafs E. Rafnssonar

Reykjavíkurmaraþon - Minningarsjóður Ólafs E. RafnssonarReykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram þann 19. ágúst. Góðgerðarhlaupurum er bent á síður góðgerðafélaganna á www.hlaupastyrkur.is Minningarsjóður var stofnaður árið 2013 til minningar um Ólaf E. Rafnsson sem lést langt fyrir aldur fram en þá var hann forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og forseti FIBA Europe. Allur ágóði sem safnast til sjóðsins verður notaður í þágu íþróttahreyfingarinnar í minningu Ólafs og hans mikla og óeigingjarna starfs í þágu íþrótta á Íslandi. Sjá nánar hér þar sem hægt er að safna áheitum.
Nánar ...
14.08.2017

Afmælishóf Ólympíufara í dag

Afmælishóf Ólympíufara í dagStjórn Samtaka íslenskra Ólympíufara (SÍÓ) býður öllum Ólympíuförum; keppendum, þjálfurum, fararstjórum o.fl. til kaffisamsætis í dag, mánudaginn 14. ágúst í E-sal í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal kl. 17:30, í tilefni afmælisáranna frá þátttöku okkar í sumar- og vetrarólympíuleikum árin 1952, 1972, 1992, 2002 og 2012.
Nánar ...
14.08.2017

GSÍ 75 ára

GSÍ 75 áraÍ dag 14. ágúst er Golfsamband Íslands 75 ára. Þá eru 75 ár liðin frá því að tíu menn hittust í golfskála Golfklúbbs Íslands í Öskjuhlíðinni og stofnuðu formlega samband þeirra þriggja golfklúbba sem þá voru í landinu. Golfklúbbur Íslands í Reykjavík, Golfklúbbur Akureyrar og Golfklúbbur Vestmannaeyja stóðu sameiginlega að stofnun Golfsambands Íslands árið 1942.
Nánar ...
11.08.2017

Minnum á bannlista WADA

Minnum á bannlista WADASeint á síðasta ári birti Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunin bannlista WADA 2017 og samantekt um helstu breytingar ásamt útskýringum. Á listanum má sjá hvaða efni og aðferðir eru bannaðar bæði í keppni og utan keppni og hvaða efni eru bönnuð í ákveðnum íþróttagreinum. Framkvæmdastjórn Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar samþykkti listann 21. september 2016, en hann tók gildi 1. janúar 2017. Hér má sjá bannlistann og hér má sjá samantekt um helstu breytingar ásamt útskýringum.
Nánar ...
10.08.2017

Ólympíuleikarnir í París 2024

Ólympíuleikarnir í París 2024París og Los Angeles hafa undanfarna mánuði verið að keppast um að halda Ólympíuleikana árið 2024, en nú er orðið ljóst að Ólympíuleikarnir 2024 verða haldnir í París. Ólymp­íu­leik­arn­ir 2028 verða síðan haldn­ir í Los Ang­eles. Alþjóðaólymp­íu­nefnd­in til­kynnti í júní sl. að París og Los Angeles myndu halda þessa tvennu Ólymp­íu­leika í röð. Full­trú­ar beggja borga vildu hins vegar halda leik­ana árið 2024. Alþjóðaólympíunefnd­in gaf full­trúum borg­anna frest fram í september nk. til að kom­ast að sam­komu­lagi um niðurröðun­ina. Að öðrum kosti hefði þurft að kjósa.
Nánar ...
03.08.2017

Skrifstofa ÍSÍ lokuð föstudaginn 5. ágúst

Skrifstofa ÍSÍ, Engjavegi 6 í Laugardalnum, verður lokuð föstudaginn 4. ágúst vegna sumarleyfa. Skrifstofan opnar aftur kl. 8:30 þriðjudaginn 8. ágúst. Ef upp koma aðstæður sem þarfnast nauðsynlega úrlausnar þá vinsamlegast hafið samband við Höllu Kjartansdóttur skrifstofustjóra ÍSÍ, í síma 861 5416.
Nánar ...