Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

24

Ráðstefnur á Vimeo

09.08.2017

ÍSÍ er með Vimeo-síðu þar sem má sjá hin ýmsu myndbönd, fyrirlestra, ráðstefnur og fleira. 

Ráðstefnan „Að stjórna íþróttafélagi - Ekkert mál?“ fór fram í mars 2017 og er í fjórum hlutum. Markmið ráðstefnunnar er að efla samstarf háskólasamfélagsins og þeirra aðila sem koma því starfi sem fram fer innan íþróttafélaga og fá fram umræðu um ýmis málefni og álitamál sem varða stjórnun og rekstur þeirra.

„Ráðstefna um stjórnunarhætti“ fór fram í janúar 2017 og er í þremur hlutum. Ráðstefnan var haldin í tengslum við RIG. Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stóðu að ráðstefnunni í samstarfi við HR.

Hér má sjá þá hádegisfundi á vegum ÍSÍ sem hafa verið teknir upp. 

Einnig má sjá myndbönd sem unnin eru af RÚV fyrir Heiðurshöll ÍSÍ.