Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

30.05.2019

Vantaði herslumuninn á móti Lúxemborg

Vantaði herslumuninn á móti LúxemborgKarlalandslið Íslands í blaki mætti Lúxemborg í dag á Smáþjóðaleikunum. Fyrir leikinn hafði íslenska liðið tapað tveimur leikjum á móti Svartfjallalandi 3:1 og San Marínó 3:0. Lúxemborg vann Mónakó 3:1 og tapaði fyrir Svartfjallalandi 3:0.​
Nánar ...
30.05.2019

Blakstelpurnar góðar í hörkuleik

Blakstelpurnar góðar í hörkuleikKvennalandsliðið í blaki spilaði sinn þriðja leik í dag á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi. Fyrir hafði liðið tapað 3:0 gegn gestgjöfunum og unnið San Marínó 3:0. Lúxemborg tapaði 3:0 fyrir San Marínó og vann Liechtenstein 3:1.
Nánar ...
30.05.2019

Ásgeir sigurvegari í loftbyssu

Ásgeir sigurvegari í loftbyssu Keppendur í loftskammbyssu hófu keppni í dag, þau Ásgeir Sigurgeirsson, Jórunn Harðardóttir og Ívar Ragnarsson. Íslensku karlarnir komust áfram úr undankeppninni í loftskammbyssu og þar með í 8 manna úrslit. Ásgeir Sigurgeirsson varð annar inn í úrslit með 576 stig og Ívar Ragnarsson þriðji með 561 stig, sem er glæsilegur árangur hjá íslensku strákunum.
Nánar ...
30.05.2019

Formannsskipti í ÍRB

Formannsskipti í ÍRBÁrsþing Íþróttabandalags Reykjanesbæjar fór fram í húsnæði Íþróttaakademíunnar í Reykjanesbæ 27. maí sl. Alls sátu þingið 42 fulltrúar af þeim 65 sem rétt áttu til setu á þinginu en auk þess á sundráð ÍRB einn fulltrúa. Tvö félög sendu ekki fulltrúa til þingsins. Rúnar V. Arnarson flutti skýrslu stjórnar og gjaldkeri skýrði reikninga en bandalagið var rekið með lítilsháttar hagnaði á síðastliðnu starfsári.
Nánar ...
30.05.2019

Birkir sigraði spennandi leik

Birkir sigraði spennandi leikBirkir Gunnarsson keppti við Omar Sudzuka frá Möltu í morgun í 16. liða úrslitum í tenniskeppni Smáþjóðaleikanna. Leikurinn var æsispennandi. Birkir tapaði fyrstu lotu, en vann síðan næstu tvær. Leikurinn fór 2:1. ​Birkir keppir aftur einliðaleik seinnipartinn í dag.
Nánar ...
30.05.2019

Dagskrá 3. keppnisdags á Smáþjóðaleikum

Dagskrá 3. keppnisdags á SmáþjóðaleikumForvitnilegt verður að sjá hvort að sólin láti sjá sig á 3. keppnisdegi Smáþjóðaleikanna á morgun, fimmtudaginn 30. maí, Hvort sem það gengur eftir eða ekki þá heldur keppnin áfram hér á leikunum og margir spennandi viðburðir á dagskrá.
Nánar ...
29.05.2019

Samantekt frá öðrum degi Smáþjóðaleika

Samantekt frá öðrum degi SmáþjóðaleikaÍslenska karlalandsliðið í körfuknattleik vann viðureign sína gegn Möltu í dag, 80:76, eftir framlengingu. Stigahæstur í dag var Elvar Már Friðriksson með 33 stig. Tók hann 7 fráköst. Kristinn Pálsson var með 17 stig, þar af 4 af 8 í þriggja og Gunnar Ólafsson bætti við 9 stigum og Dagur Kár Jónsson var með 7 stig.​
Nánar ...
29.05.2019

Sýndu mikinn karakter í framlengingu

Sýndu mikinn karakter í framlenginguÍslenska karlalandsliðið í körfuknattleik vann viðureign sína gegn Möltu í dag, 80:76. Íslendingarnir byrjuðu vel og voru 22:14 yfir eftir fyrsta leikhluta og 34:21 í hálfleik. Seint í þriðja leikhluta var Ísland 49:30 yfir en Malta setti síðustu 8 stigin og minnkaði muninn. Þeir héldu áfram að sækja í framhaldinu og voru komnir með nokkurra stiga forskot þegar rúmar þrjár mínútur lifðu af leiknum. Ísland sýndi mikinn karakter með því að koma sér inn í leikinn aftur og voru þremur stigum yfir þegar rúmar 6 sekúndur voru eftir. Malta jafnaði og lokaskot Íslands geigaði og því þurfi að framlengja.
Nánar ...
29.05.2019

Flott frammistaða hjá kvennalandsliðinu í körfuknattleik

Flott frammistaða hjá kvennalandsliðinu í körfuknattleikÍslenska kvenna­landsliðið í körfuknatt­leik beið lægri hlut fyr­ir sterku liði Svart­fjalla­lands 81:73 í öðrum leik sín­um á Smáþjóðal­eik­un­um í Svar­tfjalla­landi í dag. Íslenska liðið átti góðan leik gegn svartfellska liðinu. Staðan var jöfn í hálfleik 35:35.
Nánar ...
29.05.2019

Góður dagur í sundinu

Góður dagur í sundinuÞá er öðrum keppnisdeginum í sundi lokið á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi. Veðrið á keppnisstað var betra í dag, þurrt og bjart. Dagurinn skilaði Íslendingum þrennum gullverðlaunum, einum silfurverðlaunum, tvennum bronsverðlaunum, HM lágmarki og einni bætingu á tíma auk þess sem Anton Sveinn nánast tryggði sér farseðilinn til Tókýó 2020.
Nánar ...
29.05.2019

Guðbjörg Jóna með gull

Guðbjörg Jóna með gull Fyrsta keppnisdegi af þremur í frjálsíþróttum er lokið á Smáþjóðaleikunum. Íslendingar áttu tólf keppendur á þessum fyrsta keppnisdegi og hlutu þau ein gullverðlaun, þrjú silfur og eitt brons.
Nánar ...
29.05.2019

Hreykinn og stoltur Heiðursforseti ÍSÍ

Hreykinn og stoltur Heiðursforseti ÍSÍEllert B. Schram, Heiðursforseti ÍSÍ, er staddur á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi í boði ÍSÍ til að fylgjast með íslenska hópnum í keppni á leikunum. Þegar starfsmenn ÍSÍ hittu Ellert í dag þá var hann nýkominn í sundhöllina í Podgorica, höfuðborg Svartfjallalands, til að fylgjast með keppni í sundi, eftir að hafa horft á kvennalandsliðið í blaki vinna góðan sigur á San Marínó í Budva.
Nánar ...