Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
15

Birkir sigraði spennandi leik

30.05.2019

Birkir Gunnarsson keppti við Omar Sudzuka frá Möltu í morgun í 16. liða úrslitum í tenniskeppni Smáþjóðaleikanna. Leikurinn var æsispennandi. Birkir tapaði fyrstu lotu 3:6, en vann síðan næstu tvær 6:2 og 6:4. Birkir keppti síðan aftur einliðaleik í dag og tapaði þá fyrir Lucas Catarina 2:0. 

Hera Björk Brynjarsdóttir tapaði 2:0 fyrir keppanda frá Lúxemborg, Marie Anne Weckerle.

Anna Soffía Grönholm keppti við Danae Petroula frá Mónakó í gær þar sem hún tapaði fyrstu lotu. Hún var yfir í annarri lotu þegar að stoppa þurfti leikinn vegna rigningar. Leikurinn fór 2:0 fyrir Petroula (6:1, 7:6).

Rafn Kumar tapaði í 8 manna úrslitum við Romain Arneodo frá Mónakó í dag 2:0. 

Birkir og Rafn spiluðu saman tvíliðaleik á móti Lúxemborg og töpuðu leiknum 2:0 (6:4, 6:1).

Anna Soffía og Hera Björk spiluðu tvíliðaleik á móti Möltu og töpuðu leiknum 2:0.

Á myndunum með fréttinni má annars vegar sjá Birki eftir leikinn og hins vegar Ellert B. Schram, Heiðursforseta ÍSÍ, Birki, Lárus L. Blöndal forseta ÍSÍ og Andra Stefánsson sviðsstjóra Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ, sem fylgdust með leiknum og hvöttu drenginn áfram. 

 

Myndir með frétt